Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 59
M. ALLYSON MACDONALD
STEFNUR OG STRAUMAR í
.NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN
Áhrif þeirra á námskrá og kennslu
Þessi grein skiptist í prjá meginhluta. í hinum fyrsta er gefið yfirlit yfir próun náttúru-
fræðikennslu frá pví á sjötta áratug 20. aldar með áherslu á „C-in þrjú", „curriculum, com-
parison og constructivism." í næsta hluta er sagt frá rannsóknum á menntun almennt,
námi í kennslustofunni og loks þeim kostum sem kennurum standa til boða íframhalds- og
símenntun. Sérstakri athygli er beint að fróðlegum og sannfærandi rannsóknum sem standa
á grunni félagslegrar hugsmíðahyggju. í lokakafla ritgerðarinnar er vikið að páttum í hinni
nýju Aðalnámskrá grunnskóla og tekin upp umræða um hvernig fylgja megi markmiða-
námskrá en standa jafnframt á undirstöðuatriðum hugsmíðahyggjunnar.1
INNGANGUR
Þótt margir telji að nútíma náttúrufræðimenntun hafi hafist í kjölfar fyrstu geimferðar
Spútníks, og viðbragða Bandaríkjamanna og annarra Vesturlandabúa við henni,
höfðu kjamagreinar náttúrufræði lengi verið kenndar í skólum. Til að mynda voru
mörg verkefni komin af stað í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum, áður en Spútník
var skotið á loft. Þetta voru verkefni eins og Physical Science Study Committee og
Biological Sciences Curriculum Study. Þau voru reyndar til komin sem viðbrögð við
skoðunum Dewey o.fl., sem mörgum fannst að hefðu leitt til að minnkandi kröfur
væru gerðar til raimgreinakennslu í skólum (Bybee 1998, de Boer 1998).
í lok sjötta áratugarins var haldin svokölluð Woods Hole ráðstefna sem Jerome
Bruner gerði grein fyrir í bók sinni The Process ofEducation (1960). Ráðstefnuna sóttu
34 vísindamenn. Það lýsir stöðu náttúrufræðimenntunar á þessum tíma vel að flest-
ir þeirra voru fyrst og fremst fræðimenn í kennslu- og vísindagreinum sem kenndar
eru við háskóla, svo sem stærðfræði, þróunarsálfræði, sögu, menntunarfræði, eðlis-
fræði, kvikmyndagerð, líffræði, fornbókmenntum og læknisfræði. Bruner taldi ráð-
stefnuna marka tímamót vegna þess að á henni komu í fyrsta skipti saman þróunar-
sálfræðingar og náttúruvísindamenn til að ræða um nám og kennslu í náttúrufræði
(Bruner 1960:xix).
Við getum borið þessa frægu ráðstefnu saman við röð fjögurra funda sem ný-
lega voru haldnir í Bretlandi undir vinnuheitinu „Beyond 2000 - science education
for the future" (Millar and Osborne 1998). Væntingar skýrsluhöfunda eru miklar.
l
Þessi grein var upphaflega flutt sem fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ, 30. nóvember 1999.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000
57