Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 64

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 64
STEFNUR OG STRAUMAR i NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN Þrátt fyrir hugsmíðarannsóknir er ekki hægt að finna mörg dæmi þar sem hugsmíðahyggja hefur haft bein áhrif á uppsetningu og innihald námskráa. Ein af fáum undantekningum er í Nýja Sjálandi (Bell o.fl. 1995) þar sem byggt var á rann- sóknar- og þróunarstarfsemi á 9. áratugnum (sjá t.d. Osborne og Freyberg 1985, Bell 1990, Bell 1991). Oftast er megináhersla í aðalnámskrám lögð á markmið og inni- hald, fremur en kennslu- og námsleiðir. Nú á dögum er oftast lögð áhersla á vísindalæsi í námskrám og víða er að finna það viðhorf að náttúrufræðinám eigi að vera „fyrir alla", að hver ríkisborgari eigi að vera fær um að skilja og meta áhrif náttúrufræði og tækni á samfélagið og taka þátt í umræðum um hana. Stundum er að finna togstreitu milli náms sem leiðar að vísindalæsi og náms sem undirbúnings fyrir verðandi vísindamenn. Flestar námskrár gera eðli og hlutverki náttúruvísinda og vísindalegum vinnu- brögðum góð skil, en með mismunandi hætti. Nýlunda í mörgum þeirra er að þessir þættir eru lagðir fram bæði sem markmið og sem innihald, þ.e.a.s. að það er ætlast til að þeir séu kenndir sem námsþættir en ekki eingöngu sem eitthvað sem nemendur muni tileinka sér á meðan þeir eru að læra hugtök úr náttúrufræði. Það er athyglisvert að aðalnámskrár þeirra landa sem ég hef kannað fjalla næstum því eingöngu um mælikvarða eða markmið sem snúa að kennslu og námi. Undantekningu má sjá í vísum sem samdir voru í Bandaríkjunum (National Science Education Standards, NSES) þar sem settir eru fram sex mismunandi vísar í nátt- úrufræðimenntun (National Academy of Sciences 1995)2. Vísarnir undirstrika að menntun er mál margra aðila og breytingar munu ekki takast nema allir vinni saman (Collins 1995). Vísir fyrir náttúrufræðikennslu (Science Teaching Standards) Vísir fyrir fagþróun kennara (Standards for Professional Development of Teachers) Námsmat í náttúrufræðimenntun (Assessment in Science Education) Innihaldsvísir (Science Content Standards) Vísir fyrir verkefni- og þróunarstarf (Science Education Program Standards) Vísir fyrir menntunarkerfi (Science Education System Standards) í lok sjöunda áratugarins var fyrst gerð alþjóðleg samanburðarrannsókn á vísinda- þekkingu og færni nemenda, þetta var amma TIMSS, kölluð FISS. Þrátt fyrir áform um endurskipulagningu á náttúrufræðimenntun í mörgum löndum var ljóst að kennslufyrirkomulag var breytilegt milli landa. Til að mynda var tiltölulega sterk áhersla á verklegt nám í enskumælandi löndum, og sérstaklega í Englandi. SISS var framkvæmd á árunum 1983-85 og tóku fleiri lönd þátt í þeirri rannsókn, meðal annars grannlönd okkar. Á þessum áratug hafa verið gerðar a.m.k. tvær alþjóðlegar kannanir á náttúrufræði, fyrst árið 1991 þegar fram fór „International Assessment of Educational Progress (IAEP)" sem tók til 20 landa og rétt á eftir kom TIMSS 2 Hægt er að fá eintök af vísunum sex með því að fara inn á National Academy of Sciences. 1995. National Science Education Standards:An Overview. http://www.nap.edu/readingroom/books/nese/html/overview.html 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.