Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 64
STEFNUR OG STRAUMAR i NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN
Þrátt fyrir hugsmíðarannsóknir er ekki hægt að finna mörg dæmi þar sem
hugsmíðahyggja hefur haft bein áhrif á uppsetningu og innihald námskráa. Ein af
fáum undantekningum er í Nýja Sjálandi (Bell o.fl. 1995) þar sem byggt var á rann-
sóknar- og þróunarstarfsemi á 9. áratugnum (sjá t.d. Osborne og Freyberg 1985, Bell
1990, Bell 1991). Oftast er megináhersla í aðalnámskrám lögð á markmið og inni-
hald, fremur en kennslu- og námsleiðir.
Nú á dögum er oftast lögð áhersla á vísindalæsi í námskrám og víða er að finna
það viðhorf að náttúrufræðinám eigi að vera „fyrir alla", að hver ríkisborgari eigi
að vera fær um að skilja og meta áhrif náttúrufræði og tækni á samfélagið og taka
þátt í umræðum um hana. Stundum er að finna togstreitu milli náms sem leiðar að
vísindalæsi og náms sem undirbúnings fyrir verðandi vísindamenn.
Flestar námskrár gera eðli og hlutverki náttúruvísinda og vísindalegum vinnu-
brögðum góð skil, en með mismunandi hætti. Nýlunda í mörgum þeirra er að
þessir þættir eru lagðir fram bæði sem markmið og sem innihald, þ.e.a.s. að það er
ætlast til að þeir séu kenndir sem námsþættir en ekki eingöngu sem eitthvað sem
nemendur muni tileinka sér á meðan þeir eru að læra hugtök úr náttúrufræði.
Það er athyglisvert að aðalnámskrár þeirra landa sem ég hef kannað fjalla
næstum því eingöngu um mælikvarða eða markmið sem snúa að kennslu og námi.
Undantekningu má sjá í vísum sem samdir voru í Bandaríkjunum (National Science
Education Standards, NSES) þar sem settir eru fram sex mismunandi vísar í nátt-
úrufræðimenntun (National Academy of Sciences 1995)2. Vísarnir undirstrika að
menntun er mál margra aðila og breytingar munu ekki takast nema allir vinni
saman (Collins 1995).
Vísir fyrir náttúrufræðikennslu (Science Teaching Standards)
Vísir fyrir fagþróun kennara (Standards for Professional Development of
Teachers)
Námsmat í náttúrufræðimenntun (Assessment in Science Education)
Innihaldsvísir (Science Content Standards)
Vísir fyrir verkefni- og þróunarstarf (Science Education Program Standards)
Vísir fyrir menntunarkerfi (Science Education System Standards)
í lok sjöunda áratugarins var fyrst gerð alþjóðleg samanburðarrannsókn á vísinda-
þekkingu og færni nemenda, þetta var amma TIMSS, kölluð FISS. Þrátt fyrir áform
um endurskipulagningu á náttúrufræðimenntun í mörgum löndum var ljóst að
kennslufyrirkomulag var breytilegt milli landa. Til að mynda var tiltölulega sterk
áhersla á verklegt nám í enskumælandi löndum, og sérstaklega í Englandi. SISS var
framkvæmd á árunum 1983-85 og tóku fleiri lönd þátt í þeirri rannsókn, meðal
annars grannlönd okkar. Á þessum áratug hafa verið gerðar a.m.k. tvær alþjóðlegar
kannanir á náttúrufræði, fyrst árið 1991 þegar fram fór „International Assessment
of Educational Progress (IAEP)" sem tók til 20 landa og rétt á eftir kom TIMSS
2 Hægt er að fá eintök af vísunum sex með því að fara inn á National Academy of Sciences. 1995. National
Science Education Standards:An Overview.
http://www.nap.edu/readingroom/books/nese/html/overview.html
62