Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 72
STEFNUR OG STRAUMAR i NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN _____________________________
AÐALNÁMSKRÁ í NÁTTÚRUFRÆÐI Á ÍSLANDI
Nýlega komu út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Tvö hefti skipta
mestu máli fyrir þá sem þurfa að fylgja aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði, Almenn-
ur hluti (Menntamálaráðuneytið 1999a) og Náttúrufræði (Menntamálaráðuneytið 1999b).
í Almenna hlutanum kemur fram (framsetning og leturbreyting er höfundar):
Aðalnámskrá er sett af menntamálaráðherra með sama hætti og reglugerðir og
gegnir margvíslegu hlutverki. Hún er allt í senn:
stjómtæki til að fylgja eftir ákvæðum laga,
íyrirmæli fræðsluijfirvalda um að ákveðinni skólastefnu sé framfylgt og
safn sameiginlegra markmiða skólastarfs í landinu (bls. 20).
Tveir hópar unnu að náttúrufræðinámskránni, forvinnuhópur sem lagði línurnar
og vinnuhópur sem útfærði þær í markmiðum, og vann ég í seinni hópnum. Við
vorum 11 alls, og fengum við oftast fyrirmæli um tilhögun starfsins og framsetn-
ingu námskrárinnar frá verkefnisstjóra fyrir milligöngu umsjónarmanns hópsins.
Ákveðið var í forvinnuhópnum að þörf væri á að skrifa áfangamarkmið um
eftirfarandi efnisþætti:
Vinnubrögð og færni nemenda
Hlutverk og eðli náttúruvísinda
Eðlisvísindi, lífvísindi og jarðvísindi
Ákveðið var í vinnuhópnum að útfæra þrepamarkmið eingöngu í þeim síðast-
nefndu en jafnframt að reyna að tvinna saman atriði úr öllum flokkunum. En
hvernig eru markmiðin skilgreind í Almenna hlutanum?
Markmið aðalnámskrár eiga því hvorki að skoðast sem hámark né lágmark
(bls. 21).
Sett eru fram lokamarkmið greinarinnar sem eiga að lýsa í meginatriðum
hvaða kunnáttu, skilnings og færni er krafist af nemendum almennt að
loknu grunnskólanámi í greininni og sett eru fram markmið við ákveðin skil
í náminu (bls. 23).
Áfanga- og þrepamarkmið eru þannig í beinu samhengi við lokamarkmið
(bls. 23).
Til þess að ná áfangamarkmiðum þarf að ná þrepamarkmiðum (bls. 24).
Aðalnámskráin gerir ráð fyrir því að áfangamarkmið verði meginviðmið í
öllu skólastarfi (bls. 24).
Áfangamarkmiðin eru þannig orðuð að tiltölulega auðvelt á að vera að mæla
eða meta hvort eða að hvaða marki þeim hefur verið náð (bls. 24).
Þrepamarkmið eru safn markmiða/viðfangsefna til að ná áfangamarkmið-
um (bls. 24).
Aðalnámskráin setur fram þrepamarkmið kennurum, foreldrum, og nem-
endum til leiðsagnar (bls. 24).
Við lásum ýmsar námskrár, m.a. frá Skotlandi, Englandi, Kanada (British Columbia
og Saskatchewan), Noregi, Bandaríkjunum og Nýja Sjálandi, sem allar hafa komið
70