Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 89

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 89
GUÐRUN KRISTINSDÓTTIR Kynbundin áhyggjuefni Drengirnir hafa oftar áhyggjur en stúlkurnar og munurinn er marktækur. Skýrast kemur kynjamunur fram þannig að drengirnir hafa meiri áhyggjur en stúlkurnar af fjárhag fjölskyldunnar; 21% drengjanna en 16% stúlknanna merkja við valkostina „oft/mjög oft" um þetta atriði. Hvernig ber að túlka þetta? Eru drengir þegar við tíu ára aldur farnir að máta sig við hefðbundið framfærsluhlutverk karla? Fleiri drengir en stúlkur hafa áhyggjur af því að vera strítt, 19% þeirra en 13% stúlknanna segjast „oft" eða „mjög oft" hafa áhyggjur af þessu. Þetta samræmist því að stúlkurnar mælast í mörgu tilliti félagslega færari en drengimir. Þó að stúlkumar segist hafa sjaldnar áhyggjur en drengirnir skera tvö áhyggjuefni þeirra sig úr. Algeng- ast er að stúlkurnar hafi áhyggjur af veikindum í fjölskyldunni og af annríki foreldr- anna. Meðal drengjanna eru áhyggjur af peningamálum fjölskyldunnar tíðastar. Það er athyglisvert að drengirnir hafa meiri áhyggjur en stúlkurnar og áhyggju- efnin eru kynbundin. En hvernig snýr þetta við foreldrum? Áhyggjur foreldra Foreldrar voru spurðir hvort þeir hefðu áhyggjur af ákveðnum atriðum í fari barn- anna. Spurt var um persónuleika, matar- og svefnvenjur, þroska, hæfni til að fylgja reglum á heimilinu, af skólagöngu barnsins og sambandi þess við fjölskyldu, vini, og kennara. Mikill meirihluti foreldra sagðist ekki hafa áhyggjur af þroska, persónuleika, svefnvenjum eða tengslum barnsins við fjölskyldu og kennara, þetta á við um 75- 95% foreldra eftir atriðum. Foreldrar með áhyggjur sögðu oftast að þær snerust um matarvenjur, skólagönguna og hæfni barnsins til að fylgja reglum á heimilinu. Al- gengara var að foreldrar hefðu áhyggjur af drengjum en stúlkum, oftast af persónu- leika og skólagöngu þeirra. Er tengsl áhyggna foreldra og barna voru athuguð með fervikagreiningu reyndist fylgni ekki marktæk í flestum atriðum. Þó komu fram tilhneigingar í þá átt í nokkrum tilvikum. Þó að sjaldgæft væri að finna tengsl milli einstakra áhyggjuefna foreldra og barna voru undantekningar. Var það fyrst og fremst í tveimur tilvikum sem sneru bæði að skóla. Börn með litlar eða engar áhyggjur áttu foreldra sem ekki höfðu áhyggjur af því hvernig barninu gekk í námi og börn með engar áhyggjur áttu foreldra sem sögðust einungis „stundum " hafa áhyggjur af afstöðu barnsins til kennara þess (d.f. 2,173, F-ratio: 5,41). Þegar áhyggjur foreldra voru mældar á kvarða, kom fram marktæk fylgni í þá veru að því meiri áhyggjur sem foreldrar höfðu því meiri áhyggjur höfðu börnin. Þungi áhyggna barna og foreldra fylgdist því að. Áhugavert virtist að athuga svörin m.t.t. uppvaxtar og aðstæðna fjölskyldnanna. Tengsl við fjölskylduaðstæður Athugað var hvort og að hvaða marki útkoma einstaklingsbundnu þáttanna í fari barnanna tengdist lífskjaraþáttum, s.s. fjölskylduaðstæðum, menntun, tekjum og húsnæði. I ljós kom að tekjur fÖður var eina breytan þar sem fram kom fylgni milli aðstæðna og áhyggna, þannig að hærri tekjur feðra fylgdust að við minni áhyggjur 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.