Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 89
GUÐRUN KRISTINSDÓTTIR
Kynbundin áhyggjuefni
Drengirnir hafa oftar áhyggjur en stúlkurnar og munurinn er marktækur. Skýrast
kemur kynjamunur fram þannig að drengirnir hafa meiri áhyggjur en stúlkurnar af
fjárhag fjölskyldunnar; 21% drengjanna en 16% stúlknanna merkja við valkostina
„oft/mjög oft" um þetta atriði. Hvernig ber að túlka þetta? Eru drengir þegar við
tíu ára aldur farnir að máta sig við hefðbundið framfærsluhlutverk karla?
Fleiri drengir en stúlkur hafa áhyggjur af því að vera strítt, 19% þeirra en 13%
stúlknanna segjast „oft" eða „mjög oft" hafa áhyggjur af þessu. Þetta samræmist því
að stúlkurnar mælast í mörgu tilliti félagslega færari en drengimir. Þó að stúlkumar
segist hafa sjaldnar áhyggjur en drengirnir skera tvö áhyggjuefni þeirra sig úr. Algeng-
ast er að stúlkurnar hafi áhyggjur af veikindum í fjölskyldunni og af annríki foreldr-
anna. Meðal drengjanna eru áhyggjur af peningamálum fjölskyldunnar tíðastar.
Það er athyglisvert að drengirnir hafa meiri áhyggjur en stúlkurnar og áhyggju-
efnin eru kynbundin. En hvernig snýr þetta við foreldrum?
Áhyggjur foreldra
Foreldrar voru spurðir hvort þeir hefðu áhyggjur af ákveðnum atriðum í fari barn-
anna. Spurt var um persónuleika, matar- og svefnvenjur, þroska, hæfni til að fylgja
reglum á heimilinu, af skólagöngu barnsins og sambandi þess við fjölskyldu, vini,
og kennara.
Mikill meirihluti foreldra sagðist ekki hafa áhyggjur af þroska, persónuleika,
svefnvenjum eða tengslum barnsins við fjölskyldu og kennara, þetta á við um 75-
95% foreldra eftir atriðum. Foreldrar með áhyggjur sögðu oftast að þær snerust um
matarvenjur, skólagönguna og hæfni barnsins til að fylgja reglum á heimilinu. Al-
gengara var að foreldrar hefðu áhyggjur af drengjum en stúlkum, oftast af persónu-
leika og skólagöngu þeirra.
Er tengsl áhyggna foreldra og barna voru athuguð með fervikagreiningu reyndist
fylgni ekki marktæk í flestum atriðum. Þó komu fram tilhneigingar í þá átt í
nokkrum tilvikum. Þó að sjaldgæft væri að finna tengsl milli einstakra áhyggjuefna
foreldra og barna voru undantekningar. Var það fyrst og fremst í tveimur tilvikum
sem sneru bæði að skóla. Börn með litlar eða engar áhyggjur áttu foreldra sem ekki
höfðu áhyggjur af því hvernig barninu gekk í námi og börn með engar áhyggjur
áttu foreldra sem sögðust einungis „stundum " hafa áhyggjur af afstöðu barnsins til
kennara þess (d.f. 2,173, F-ratio: 5,41).
Þegar áhyggjur foreldra voru mældar á kvarða, kom fram marktæk fylgni í þá
veru að því meiri áhyggjur sem foreldrar höfðu því meiri áhyggjur höfðu börnin.
Þungi áhyggna barna og foreldra fylgdist því að.
Áhugavert virtist að athuga svörin m.t.t. uppvaxtar og aðstæðna fjölskyldnanna.
Tengsl við fjölskylduaðstæður
Athugað var hvort og að hvaða marki útkoma einstaklingsbundnu þáttanna í fari
barnanna tengdist lífskjaraþáttum, s.s. fjölskylduaðstæðum, menntun, tekjum og
húsnæði. I ljós kom að tekjur fÖður var eina breytan þar sem fram kom fylgni milli
aðstæðna og áhyggna, þannig að hærri tekjur feðra fylgdust að við minni áhyggjur
87