Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 115

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 115
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA í þessari grein eru kynntar helstu niðurstöður rannsóknar sem gerð var á boðskiptum þriggja mikið fatlaðra barna, 6, 10 og 14 ára, og mæðra þeirra. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að athuga hvaða boðmerki það eru sem börnin hafa yfir að ráða og hvernig bregðast skuli við þeim. Hins vegar að kanna notagildi norræns athugunarlík- ans sem gengið hefur undir heitinu þroskaprófíllinn við athugun á boðskiptum mikið fatl- aðra barna. Grunngögn rannsóknarinnar voru myndbandsupptökur af boðskiptum barn- anna við mæður þeirra. Greiningu á myndbandsupptökum var skipt í tvo hluta. Annars vegar var gerð lýsing á samspili milli hvers barns og móður þess þar sem skráð var niður það sem bæði móðir og barn aðhöfðust og sögðu. Hins vegar voru þroskaþjálfar barnanna, kennarar og loks einn utanaðkomandi aðili fengnir til að meta boðskiptin samkvæmt þroska- prófílnum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þau boðmerki sem mikiðfötluð börn hafa yfir að ráða séu sambærileg við þau merki sem ungbörn sýna í samspili við foreldra sína. Þessi merki eru t.d. andardráttur, augnsamband, augnaráð, hreyfingar, svipbrigði, bros, grátur. Mæður barnanna brugðust allar við þessum merkjum og svöruðu eins og mæður svara ungbörnum sínum. Samspil mæðra og barna sem þátt tóku í rannsókninni ein- kenndist aföryggi og sterkum tengslum. Þá benda niðurstöður rannsóknarinnar til að þeir flokkar sem norræna athugunarlíkanið byggir á henti til athugunar og mats á boðskiptum mikiðfatlaðra barna1. Fyrst verður í stuttu máli gerð grein fyrir þróun aðferða í kennslu, þjálfun og upp- eldi mikið fatlaðra barna. Síðan verður fjallað um heimildir um boðskipti ungra barna og áhrif fötlunar á þau. Þá verður skýrt frá framkvæmd rannsóknarinnar og helstu niðurstöðum sem fengust og að lokum lagt mat á rannsóknina. BAKGRUNNUR RANNSÓKNARINNAR Börnin sem þátt tóku í rannsókninni eru mjög mikið fötluð á öllum sviðum, þ.e. á sviði hreyfinga, skynjunar, boðskipta sem og vitræns þroska. Þau hafa einnig skerta sjón og/- eða heym eða lítið er vitað um hvemig þau nýta þá sjón og heym sem þau hafa. Árið 1984 var bókin örvun ofurfatlaðra barna þýdd á íslensku og var það í fyrsta skipti sem orð- ið ofurfatlaður var notað hér á landi og tengt þessum hópi bama. Orðið sjálft er þýðing á þýska orðinu „schwerstbehindert". Þó að orðið ofurfatlaður eigi fastan sess í íslensku máli hefur notkun þess verið gagnrýnd á þeim forsendum að það feli í sér neikvæðan stimpil fyrir þennan hóp bama. í þessari grein er því talað um bömin sem mikið fötluð. 1 Grein þessi byggir á rannsóknarverkefni höfundar sem lagt var fram til M.Ed.-gráðu í uppeldis- og kennslu- fræði við Kennaraháskóla íslands haustið 1998. Leiðsögukennari við verkið var dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Kennaraháskóla íslands. Þátttakendum í rannsókninni er þakkað ómetanlegt framlag. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.