Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 129
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
getur reynst að finna breytingu í andardrætti og á spennu líkamans nema að hafa
börnin í fanginu.
I upptökunum mátti t.d. greina breytingar á andardrætti Finns, bæði þegar
hann varð spenntur og þegar eitthvað skemmtilegt var að gerast. Þegar hann
spennti höfuðið aftur til þess að horfa í ljósið varð andardráttur greinilega örari og
þegar hann var að einbeita sér við að hlusta virtist andardráttur hans verða hægari.
í upptöku þar sem hann hlustaði á systur sína spila á píanó er eins og hann andi
nánast í takt við tónlistina. Við þær aðstæður var hann mjög afslappaður.
Hreijfingar. Þó að bömin séu öll mikið líkamlega fötluð kom fram í myndbandsgrein-
ingunni að hreyfing gegnir mikilvægu hlutverki í boðskiptum hjá þeim öllum. Markviss
merki sem bömin hafa yfir að ráða eru öll tjáð með hreyfingu; eitt barnið nuddar saman
höndunum, annað notar tunguna, það þriðja spennir höfuðið aftur. Bömin gáfu líka öll
vísbendingar með hreyfingum um að þau þyrftu hlé frá því sem þau voru að fást
við.
Dísa heldur vel höfði og hefur nokkra stjórn á höfuðhreyfingum sínum. í upp-
tökunum horfði liún í kringum sig, þó aðallega þegar mamma hennar fór í burtu.
Hún lét höfuðið oft falla fram á við, sérstaklega þegar hún var í fangi mömmu sinn-
ar. Hún gerði tilraun á tveimur stöðum í upptökunum til að færa hægri hönd að
munni.
Dísa. Dæmi 1
Aðstæður: M. og D. skoða fyrst myndir og síðan bók Mamma Dísa
12. Ertu svolítið þreytt eftir sundið, ertu sybbin, ertu svona þreytt? 11. Geispar. 13. Geispar aftur. Horfir undan. Réttir hægri hönd
14. Tekur í hönd Dísu. Ertu búin að sýna G. hringinn þinn. í átt að mömmu. 15. Horfir niður, teygir höndina út.
16. Tekur um höndina og snertir hringinn. Hann er alveg rosalega flottur, rosalega flottur. 17. Togar höndina að sér, færir höndina að kinn og
snertir örlítið munninn, höfuðið leitar í hina áttina. Eins og hún reyni að færa hönd þannig að hún sjái hringinn. Munnurinn opnast og lokast, tungan út, hönd niður, horfir í átt að hringnum.
Dísa hefur miklar ósjálfráðar hreyfingar og eins og sjá má af þessu dæmi eru
hreyfimynstrin hjá henni afar tengd hvert öðru, t.d. þegar hún hreyfir höndina
aukast munnhreyfingar.
Svipbrigði. A myndbandsupptökunum kom greinilega fram að börnin notuðu öll
127