Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 13

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 13
LOFTUR GUTTORMSSON síst með endurnýjun og nýmælum á sviði námskrárfræða og námsefnisgerðar (Andri ísaksson 1983:33-35; Eggleston 1979:4-5; Goodson 1990:543; Wolfgang Edel- stein 1988:7-10). Athugun á sögu námsgreina (skólafaga) var t.d. eitt helsta við- fangsefni hinnar nýju félagsfræði menntunar kringum 1970. Einn helsti talsmaður hennar, M. F. D. Young, hélt því fram að ekki bæri að líta svo á að námsgreinar spegluðu einfaldlega grunnform þekkingar er væru ákveðin í eitt skipti fyrir öll, eins og menntunarheimspekingar hefðu viljað halda fram: Það er öllu heldur svo að það sem vanalega telst saga, landafræði, eðlisfræði, enska o.s.frv. ber að skoða sem afsprengi félagssögulegrar þróunar eftir átök milli stríð- andi hópa sem reyndu að skilgreina þessar greinar á ólíkan hátt. í þessu ferli voru Uka ráðandi þjóðfélagshópar íeinkar sterkri stöðu til að knýja á um sína eigin skil- greiningu (Hammersley og Hargreaves 1983:5). Margir fræðimenn hafa orðið til að vekja athygli á því að skólakennsla á drjúgan þátt í menningarlegri endurnýjun (cultural reproduction) og þróun samfélagsins. (Bourdieu 1973:71 o.áfr.; Hamilton 1987:37-46). Hér koma til greina fjölþætt hug- myndafræðileg áhrif sem eiga m.a. þátt í að móta sjálfsímynd einstaklingsins sem samfélagsveru og pólitísks þegns. Hin menningarlega endurnýjun er svo aftur ná- tengd endurnýjun sjálfs samfélagsins (Bourdieu 1973:84 o.áfr.; Durkheim 1958: 64-71). Fyrir hina menningarlegu endurnýjun skiptir námskrá og námsefni skóla miklu máli, þ. á m. leyndar eða ljósar ákvarðanir varðandi eftirtalin atriði: Hvað telst við- eigandi þekking? Hvernig er þekkingin flokkuð og formuð? Að hve miklu leyti er henni skipt í sérstakar greinar eða á hinn bóginn fengist við hana í samþættum verkefnum? I hvaða röð og innbyrðis tengslum er einstökum þáttum þekkingar komið á framfæri? (Eggleston 1979:12-13) Skólasagan sýnir að svör við slíkum spurningum eru mjög breytileg frá einu skeiði sögunnar til annars (Durkheim 1958:119-123). A 18. öld, í tíð hins hefðbundna sveitasamfélags undir sameinuðu veldi kon- ungs og kirkju, var t.d. lestur ekki skilgreindur sem sjálfstæð námsgrein heldur var hann stoðgrein og viðhengi kristindómsfræðslu. A þessu varð áherslubreyting undir lok aldarinnar fyrir áhrif upplýsingarinnar. Með konungsbréfinu 1790 var lestrarkennsla skilgreind sem sjálfstætt verkefni sem sinna átti áður en börn tækju til við að nema kristin fræði (Fræðin minni Lúthers og útskýringar við þau) til ferm- ingar. Lestrarleiknin var þó miðuð áfram við kunnuglega trúarlega texta (Loftur Guttormsson 1990:167-168). Með barnafræðslulögunum 1907, sem sett voru á þeim tíma er hin hefðbundna samfélagsgerð var að rakna upp og Islendingar höfðu fengið heimastjórn, var lestur svo skilgreindur sem alveg sjálfstæð kunnátta, sbr. 2. gr. laganna að framan. HIN LÍFSEIGA KRISTINDÓMSHEFÐ Eftir því sem leið á 19. öld gerðust bókaútgáfa og þar með bókakostur heimila ólíkt fjölbreytilegri en áður þannig að hlutur trúarlegra bóka rýrnaði mjög að tiltölu 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.