Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 46

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 46
SKILNINGUR BARNA Á ÞJÓÐFÉLAGSSKIPAN En hvað er það sem greinir á milli barna og fullorðinna? Félagsfræðingar greina á milli tvenns konar skilnings á þjóðfélagsskipan: Annars vegar er einstaklings- bundinn skilningur, sem á rætur í reynslu hvers og eins, og hins vegar almennur skilningur sem er ríkjandi skilningur viðkomandi samfélags (Schutz 1972; Berger og Luckman 1971). Almennur skilningur kemur á undan einstaklingsbundnum þar sem hann er alltaf til staðar í þjóðfélaginu, en til að öðlast þennan almenna skilning verður fólk fyrst að hafa öðlast einstaklingsbundinn skilning. Þannig er almennur skilningur bæði forsenda og afurð einstaklingsbundins skilnings. Líklegast er að upphaf almenns skilnings sé að finna í barnæsku en óljóst er hvenær hans verður fyrst vart og hvort hann á sér einhvern aðdraganda. Hvorki Schutz (1972) né Berger og Luckman (1971) tengja upphaf almenns skilnings við þróun hugsunar hjá börn- um, heldur álíta þeir að börn öðlist hann við manndómsvígslur. Eitt af markmiðum þessarar rannsóknar er að færa rök fyrir því að breytingar, sem verða á skilningi sex til tíu ára barna á þjóðfélagsskipan, séu dæmi um að einstaklingsbundinn skilning- ur víki og almennur skilningur komi í staðinn. Annað markmið þessarar rannsóknar er að útlista skilning íslenskra barna á þjóðfélagsskipan. Hvað einkennir skilning þeirra, hvers eðlis eru breytingar á skiln- ingi eftir aldri og hvernig er skynsamlegast að skýra þessar breytingar? Vegna smæðar íslensks samfélags er forvitnilegt að bera saman skilning íslenskra og erlendra barna á þjóðfélagsskipan. Ætla má að atvinnulíf og annað sem því tengist standi íslenskum börnum nær og gæti það haft áhrif á hvernig skilningur þeirra þróast. Einnig verða athuguð tengsl skilnings á þjóðfélagsskipan við almenna þekk- ingu og þekkingu á atvinnulífi. I rannsóknum sem vísað er til hér að framan er sjónum eingöngu beint að skilningi barna, en áhugavert er að athuga hvort skiln- ingur tengist almennri þekkingu því það gefur vísbendingu um mikilvægi reynslu fyrir skilning á þjóðfélagsskipan. Loks verður athugað hvort munur sé á stéttaskilningi barna eftir kyni, þó svo að erlendar rannsóknir gefi ekki ádrátt um slíkt. I rannsókninni eru notaðar ljósmyndir af fólki við störf og eru þær allar af karlmönnum. Hugsanlegt er að slíkt hafi áhrif á svör barnanna á þann veg að stúlkur sýni efninu ekki eins mikinn áhuga og drengir sem leiði til þess að þær standi sig verr. Því er nauðsynlegt að bera saman stétta- skilning eftir kyni. AÐFERÐ Þátttakendur Talað var við 72 reykvísk börn, 32 pilta og 40 stúlkur, á aldrinum sex til ellefu ára. Þau voru í þremur skólum, 18 úr 1. bekk (meðalaldur 6 ár og 11 mánuðir), 19 úr 2. bekk (meðalaldur 7 ár og 11 mánuðir), 15 úr 3. bekk (meðalaldur 8 ár og 11 mánuðir) og 20 úr 5. bekk (meðalaldur 10 ár og 10 mánuðir). Bekkjarkennarar völdu í rann- sóknina börn með mismikla getu. Foreldrum var sent bréf þar sem rannsókninni 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.