Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 120
SAMSTARF ALMENNRA KENNARA OG TÓNMENNTAKENNARA
umfjöllun var teiknað og málað. Nemendur fengu blað sem þeir brutu í tvennt og
teiknuðu á annan helminginn sveit og hinn hvernig hún breytist í borg. Nemendur
ræddu um hvernig börn leika sér í sveit og borg, sömdu sögur í „Sögubók" um
krakka í sveit eða borg.
Iðkun tónlistar er hægt að flokka í fjóra grunnleikniþætti: að syngja, spila, semja
og hlusta. Það var stefnt að því að virkja nemendur í þessum þáttum í tengslum við
viðfangsefnið. Valið var söngefni, bæði gamalt og nýtt, sem tengist borg og sveit,
lög voru útsett og flutt á margvíslegan hátt. Nemendur sömdu undirleik á allskonar
hljóðfæri enda er skólinn óvenjulega vel útbúinn hljóðfærum. Hryn textans og púls
eru einföldustu hugtökin sem nota má í slíkum útsetningum auk þess að fá börnin
til að hugleiða og taka ákvörðun um tónstyrk, hraða, viðeigandi hljóðfæraskipun og
fleira í þeim dúr.
Nemendur og kennarar ræddu hvaða hljóð heyrðust í sveitinni: í vindinum,
kindajarm, fuglasöngur og fosshljóð. Hlustað var á ýmis hljóð af segulbandi og
plötum sem nemendur áttu að lýsa, herma eftir með röddum eða hljóðfærum og
skilgreina. Þessi hljóðkönnun gaf okkur mikið hljóðasafn sem var notað í spuna sem
nemendur stjórnuðu til skiptis. Stjórnandi átti að ákveða meðal annars hvort allir
nemendur spiluðu í einu, hvort allir spiluðu jafn sterkt og hvað mætti spila oft.
Þetta eru vandamál sem stjórnendur verða að leysa og gera sér grein fyrir afleiðing-
unum.
I framhaldi af þessu var ákveðið að semja tónverk um sveitina. Nemendum var
skipt upp í fjóra hópa og átti hver hópur að semja tónverk sem var æft og síðan tekið
upp á band.
Að því loknu var æfð leikræn túlkun vélar. Vélin var látin gefa frá sér síendur-
tekin hljóð. Myndræn nótnatákn voru notuð sem kveikja fyrir hljóðin. Það voru
spjöld sem á stóð meðal annars „brrrrrrr", „mmmm" og „bimm". Nemendur
bjuggu til sín eigin vélahljóð og reyndi þarna á samhæfingu hreyfingar og hljóðs.
A eftir var hlustað á tónlist sem fól í sér sífellda endurtekningu, (Rockit: Herbie
Hancock og „Clarillon" úr L'Arlésienne-svítunni nr 1: Georges Bizet). Mikil áhersla
var lögð á umræður um þessa tónlist og þá sem frumsamin var af nemendum. Tvær
spurningar eru kannski mikilvægastar til að auka tónlistarskilning: Hvað gerðist?
og Hvað gerist ef ... ? (Swanwick og Taylor 1982).
Aftur var gerð hljóðkönnun, en nú um borgina, og hljóðin voru frá bíl, loft-
pressu, blaðasala, sírenu, fólki að ganga og fólki að tala. Nemendur sömdu sín eigin
tónverk um borgina og þau voru tekin upp. Hlustað var á tónverkið Ameríkumaður
í París eftir George Gershwin.
Næsta verkefni var að tengja öll tónverkin saman þannig að úr yrði eitt tónverk
þar sem sveit breytist í borg. Nemendur ákváðu að það skyldi byrja á sveitinni með
því að láta heyrast í kindum, smala og hestum. Því næst átti að heyrast mannamál,
bílahljóð, útvarpshljóð, hróp og köll í krökkum og blaðasala, loftpressa, sírenuvæl
og átti það að enda í allsherjar hávaða. Einnig var ákveðið að þetta verk yrði framlag
þeirra á árshátíð skólans og þurfti því að búa til einhverja umgjörð utan um verkið.
Það mál var leyst með þeim hætti að tónverkið var tekið upp á segulband en nem-
118