Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 120

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 120
SAMSTARF ALMENNRA KENNARA OG TÓNMENNTAKENNARA umfjöllun var teiknað og málað. Nemendur fengu blað sem þeir brutu í tvennt og teiknuðu á annan helminginn sveit og hinn hvernig hún breytist í borg. Nemendur ræddu um hvernig börn leika sér í sveit og borg, sömdu sögur í „Sögubók" um krakka í sveit eða borg. Iðkun tónlistar er hægt að flokka í fjóra grunnleikniþætti: að syngja, spila, semja og hlusta. Það var stefnt að því að virkja nemendur í þessum þáttum í tengslum við viðfangsefnið. Valið var söngefni, bæði gamalt og nýtt, sem tengist borg og sveit, lög voru útsett og flutt á margvíslegan hátt. Nemendur sömdu undirleik á allskonar hljóðfæri enda er skólinn óvenjulega vel útbúinn hljóðfærum. Hryn textans og púls eru einföldustu hugtökin sem nota má í slíkum útsetningum auk þess að fá börnin til að hugleiða og taka ákvörðun um tónstyrk, hraða, viðeigandi hljóðfæraskipun og fleira í þeim dúr. Nemendur og kennarar ræddu hvaða hljóð heyrðust í sveitinni: í vindinum, kindajarm, fuglasöngur og fosshljóð. Hlustað var á ýmis hljóð af segulbandi og plötum sem nemendur áttu að lýsa, herma eftir með röddum eða hljóðfærum og skilgreina. Þessi hljóðkönnun gaf okkur mikið hljóðasafn sem var notað í spuna sem nemendur stjórnuðu til skiptis. Stjórnandi átti að ákveða meðal annars hvort allir nemendur spiluðu í einu, hvort allir spiluðu jafn sterkt og hvað mætti spila oft. Þetta eru vandamál sem stjórnendur verða að leysa og gera sér grein fyrir afleiðing- unum. I framhaldi af þessu var ákveðið að semja tónverk um sveitina. Nemendum var skipt upp í fjóra hópa og átti hver hópur að semja tónverk sem var æft og síðan tekið upp á band. Að því loknu var æfð leikræn túlkun vélar. Vélin var látin gefa frá sér síendur- tekin hljóð. Myndræn nótnatákn voru notuð sem kveikja fyrir hljóðin. Það voru spjöld sem á stóð meðal annars „brrrrrrr", „mmmm" og „bimm". Nemendur bjuggu til sín eigin vélahljóð og reyndi þarna á samhæfingu hreyfingar og hljóðs. A eftir var hlustað á tónlist sem fól í sér sífellda endurtekningu, (Rockit: Herbie Hancock og „Clarillon" úr L'Arlésienne-svítunni nr 1: Georges Bizet). Mikil áhersla var lögð á umræður um þessa tónlist og þá sem frumsamin var af nemendum. Tvær spurningar eru kannski mikilvægastar til að auka tónlistarskilning: Hvað gerðist? og Hvað gerist ef ... ? (Swanwick og Taylor 1982). Aftur var gerð hljóðkönnun, en nú um borgina, og hljóðin voru frá bíl, loft- pressu, blaðasala, sírenu, fólki að ganga og fólki að tala. Nemendur sömdu sín eigin tónverk um borgina og þau voru tekin upp. Hlustað var á tónverkið Ameríkumaður í París eftir George Gershwin. Næsta verkefni var að tengja öll tónverkin saman þannig að úr yrði eitt tónverk þar sem sveit breytist í borg. Nemendur ákváðu að það skyldi byrja á sveitinni með því að láta heyrast í kindum, smala og hestum. Því næst átti að heyrast mannamál, bílahljóð, útvarpshljóð, hróp og köll í krökkum og blaðasala, loftpressa, sírenuvæl og átti það að enda í allsherjar hávaða. Einnig var ákveðið að þetta verk yrði framlag þeirra á árshátíð skólans og þurfti því að búa til einhverja umgjörð utan um verkið. Það mál var leyst með þeim hætti að tónverkið var tekið upp á segulband en nem- 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.