Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Síða 93
91
og háskólaráðs. Hann skrásetur nýja stúdenta og gerir stúdentaskrá.
Hann sér um útgáfu árbókar háskólans, sbr. 12. gr., og útgáfu kennslu-
skrár fyrir hvert kennslumisseri, sbr. 22. gr. Hann veitir og upplýs-
ingar um starfsemi skólans. Fyllri ákvæði má setja í erindisbréfi.
Háskólaráð ræður umsjónarmann með byggingum háskólans og
innanstokksmunum og setur honum erindisbréf.
Um starfslið háskólabókasafns segir í 81. gr., en um starfslið ann-
arra stofnana háskólans og fyrirtækja fer eftir því, sem segir í lög-
um eða samþykktum þeirra, sbr. og 80. gr.
12. gr.
í árbók háskólans skal vera stúdenta- og kennaratal, skýrsla um
starfsemi háskólans, um söfn hans og sjóði og um ráðstöfun á því
fé, sem háskólinn hefur haft til umráða.
HI. KAFLI
Háskólakennarar og háskóladeildir.
a. Deildir háskólans.
13. gr.
í Háskóla íslands eru þessar 5 deildir: guðfræðideild, læknadeild,
laga- og viðskiptadeild, heimspekideild og verkfræðideild. Þá skal og
starfa við Háskóla íslands rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna,
er nefnist atvinnudeild háskólans. Viðskiptadeild skal verða sjálf-
stæð deild, þegar þrjú föst kennaraembætti hafa verið stofnuð í við-
skiptafræðum.
b. Kennarar háskólans og veiting kennaraembcetta.
14. gr.
Kennarar háskólans eru prófessorar, dósentar, lektorar, aukakenn-
arar, aðstoðarkennarar og erlendir sendikennarar. Dósentar eru skip-
aðir til ótiltekins tíma, en lektorar eru ráðnir til tveggja ára hið
skemmsta, og taka þeir mánaðar- eða árslaun. Aukakennarar og að-
stoðarkennarar eru ráðnir til skemmri tíma og eru stundakennarar.
Þegar nýr kennari, sem ekki er prófessor, ræðst til háskólans, skal
taka fram, hvort hann sé dósent, lektor, aukakennari eða aðstoðar-
kennari. Menntamálaráðherra ákveður í samráði við háskólaráð,
hverjir af kennurum háskólans, sem starfandi voru við gildistöku
háskólalaganna nr. 60/1957, séu dósentar, lektorar, aukakennarar og
aðstoðarkennarar.