Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Page 135

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Page 135
133 Tilhögun hátíðahaldanna var sem hér segir: Kl. 11 f. h. hófst guðsþjónusta í kapellu háskólans. Síra Harald Sigmar prédikaði, en síra Magnús Runólfsson þjónaði fyrir altari. Kristilegt stúdentafélag sá um guðsþjónustuna. Kl. 13.30 flutti dr. Sigurður Nordal prófessor ræðu úr útvarpssal. Kl. 15.30 hófst samkoma í hátíðasal háskólans. Þar flutti formaður stúdentaráðs ávarp, en ræður fluttu: Síra Jón Auðuns dómprófastur, Valgarð Thoroddsen verkfræðingur og Tómas Helgason læknir flutti ræðu eftir dr. Helga Tómasson yfirlækni, en hann veiktist skyndi- lega stuttu áður. Ennfremur var fyrirhugað, að leikinn væri einleik- ur á píanó, en píanóleikarinn veiktist þremur stundarfjórðungum áður en samkoman hófst. Ýmislegt fór því öðruvísi en ætlað var um samkomu þessa. Það sem þó setti mestan svip á samkomuna var, hve fámenn hún var. Sýnist ekki annað ráð en leggja þessa sam- komu niður. Stúdentar geta ekki boðið viðurkenndustu ræðu- og menntamönnum þjóðarinnar að tala yfir næstum tómum bekkjum auk þess sem óviðkunnanlegt er, að þeir fáu, sem samkomu þessa sækja, séu sérstaklega til hennar boðnir eins og forseti íslands, sem jafnan heiðrar samkomu þessa með nærveru sinni, menntamálaráð- herra og rektor háskólans. Ef óhjákvæmilegt reynist að leggja þennan lið hátíðarinnar niður, er mikill svipur farinn af hátíðahöldunum og fátt annað eftir en dansleikurinn. Er það okkur stúdentum til lítils sóma. Ræðum öllum var útvarpað og dregur það eðlilega mjög úr aðsókn að samkomunni. Ræðurnar vöktu allar þjóðarathygli. Kl. 18.30 hófst fullveldisfagnaður að Hótel Borg. Var þar mikill fjöldi gesta, og meðal þeirra forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir. Auk þess rektor og frú hans og flestir háskólaráðsmenn. Prófessor Theódór B. Líndal flutti ræðu, Lárus Pálsson leikari skemmti og Guðmundur Guðjónsson söng einsöng. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Stúdentaráð gaf að venju út hátíðablað af Stúdentablaði 1. des. Verður þess nánar getið á öðrum stað hér. 2) Áramótafagnaður var haldinn að Hótel Borg á gamlárskvöld. Var sú skemmtun haldin ásamt Stúdentafélagi Reykjavíkur. Stóð fagnaðurinn fram undir morgun og þótti takast vel. 3) Sumarfagnaður var haldinn að Hótel Borg síðasta vetrardag. Árni Björnsson stud. mag. fagnaði sumri og Karlakór háskólastúdenta söng undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar og var það í fyrsta skipt- ið, sem kórinn kom fram. Hann kom fram í útvarpsdagskrá stúd- entaráðs sama kvöld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.