Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Page 150
148
Endurbætur á eignum stúdenlaráðs.
Þegar leið að því, að Norræna formannaráðstefnan skyldi haldin
í húsakynnum stúdentaráðs, þótti hlýða að dubba rækilega upp á
húsgögn í skrifstofu stúdentaráðs. Var það gert, og viðgerðarkostn-
aður greiddur úr Framkvæmdasjóði stúdentaráðs.
Frá vinnumiðlun stúdenta.
Vinnumiðlun stúdenta starfaði með líku sniði og undanfarin ár.
Vinnuöflun gekk miður en skyldi, og var vinnu aðeins úthlutað
til sex manna. Allt voru þetta verzlunarstörf. Næga vinnu var hægt
að fá handa kvenfólki, og auglýsti nefndin þá vinnu margoft, en
án árangurs. Á undanförnum árum hefur pósturinn verið aðalbjarg-
vættur vinnumiðlunarnefndar, en brást að þessu sinni.
í vor og sumar voru tveir menn ráðnir í vinnu á vegum nefndar-
innar. Aðeins einn sótti um, og varð nefndin að leita að manni til
hins starfans.
Nú í haust réð nefndin einn mann til vinnu í bókabúð.
Formaður nefndarinnar var stud. med Ólafur Björgúlfsson.
Vinnumiðlun í því formi, sem verið hefur undanfarin ár, virðist
nú ekki vera eins aðkallandi og áður. Auðveldara er fyrir stúdenta
nú að afla sér vinnu yfir sumartímann en var. Næsta stúdentaráð
ætti að athuga möguleika á því að reka vinnumiðlun á þeim grund-
velli að útvega mönnum meir vinnu hluta úr degi en verið hefur.
Húsnœðismiðlun stúdenta.
Samkvæmt tillögu þeirra Birgis ísl. Gunnarssonar og Ólafs G. Ein-
arssonar samþykkti stúdentaráð að gera tilraun til að starfrækja
húsnæðismiðlun á þessu hausti. Var ætlazt til, að sú starfsemi yrði
rekin í sambandi við vinnumiðlun stúdenta, en síðar þótti heppilegra,
að Magnús Þórðarson, starfsmaður Ferðaþjónustu stúdenta, tæki að
sér að annast húsnæðisfyrirgreiðslu.
Þegar þetta er ritað, hafa alls 31 stúdent leitað til Húsnæðismiðl-
unarinnar, og þar af hafa 17 fest sér herbergi. Enn eru nokkur her-
bergi laus á vegum miðlunarinnar.
Smásagnakeppni stúdenta.
S. 1. vor flutti formaður tillögu í stúdentaráði þess efnis, að efnt
yrði til smásagnakeppni meðal íslenzkra háskólastúdenta. Var til-
laga þessi samþykkt samhljóða. Dómnefnd var skipuð og varð
prófessor Sigurður Nordal við beiðni stúdentaráðs um að gerast for-
maður nefndarinnar. Aðrir í nefndinni eru þeir Sigurður Líndal, stud.
jur., og Árni Björnsson, stud. mag. Reglur þær, sem um keppni þessa