Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 13

Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 13
HUGUR Inngangur ritstjóra 11 hversu ólíklegt það er að við getum náð að halda deilum manna á sanngjörnum grundvelli; við verðum að vera undir það búin að sjónarmið manna séu ósættanleg og hvorugur deiluaðila hviki. Þá kemur aðferðafræði í anda Rawls til skjalanna: Okkur ber að forðast að flækjast í djúpstæðar deilur um frumspeki, grundvöll mannlegra gæða eða hvernig skynsamlegast sé að skipa gæðum í forgangsröð. Þess í stað eigum við að einbeita okkur að lausn á „hagnýtari“ vanda- málum og hversdagslegri sem falla undir okkar svið, svo sem þvf að rannsaka og réttlæta eða hrekja tiltekið skipulag á stofnunum, lögum, reglum og öðrum fyrirmælum og aðstæðum sem stjórna samfélagi okkar mannanna. Þetta eigum við að gera, segir Wayne, ef við viljum komast eitthvað áfram og koma einhverju í verk. Þetta er auðvitað bæði satt og rétt hjá Wayne en þó ekki nema hálfur sannleikurinn. Við getum ekki stungið höfðinu í sandinn gagnvart þeim deilum sem snúast um þessi svokölluðu grundvallaratriði sem að sönnu eru hál viðfangs. Það er ekki alveg laust við að sá grunur læðist að manni að Wayne hafi tilheigingu til að gera sjálfur það sama og hann finnur að hjá Rawls; sem sé að skilgreina andstæðinginn út af borðinu, og afgreiða mótbárur hans sem ósanngjarnar. Óbilgjörn sanngirniskrafa hlýtur alltaf að virka einstrengingsleg og ósanngjörn á þann sem fellst ekki á forsendur þess að eitt sé talið sanngjarnt og annað ekki. Þó að hlutverk hins hógværa vélvirkja stjórnmálahugsunarinnar sé að mínum dómi afar mikilvægt, þá tel ég að stjórnmálaheimspekingar geti ekki látið djúpstæð ágreiningsmál afskiptalaus. í raun eru kannski fá ágreiningsmál dýpri en einmitt merkustu stjórnspekikenningarnar sjálfar og þau álitamál sem þar er fengist við, eins og hvort hafi forgang frelsi eða jöfnuður, eða þá hvort leggja beri til grundvallar siðferðilegu mati, réttlæti ákvarðanatökuferils eitt og sér eða hvort nægi að spyrja að leikslokum. Verkefni stjórnmálaheimspeki samtímans er því af tvennum toga ef þessi skoðun mín stenst: frumspeki og félagsleg verkfræði — heimspeki og hagnýting hennar. Þetta tel ég að megi sjá í öllu efni þessa heftis ef grannt er skoðað. Tvíeðli stjórnmálaheimspekinnar þarf að vera okkur iðkendum hennar ljóst og leiðarljós í átökum við þau fjölmögu verkefni sem bíða umfjöllunar og úrlausnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.