Hugur - 01.01.1994, Page 17

Hugur - 01.01.1994, Page 17
HUGUR Aðferðafrœði í anda Rawls 15 Til hvers að hugsa heimspekilega um stjómmál? Þeir sem aðhyllast aðferðafræði í anda Rawls einbeita sér fyrst og freinst að siðfræðilegu mati og réttlætingu á samfélagsgerð og stjórnskipan, stefnu og aðgerðum —því sem Rawls kallar „grunn- gerð samfélagsins11.^ Þeir líta á stjórnmálaheimspeki sem eina grein siðfræði. En tengslin milli siðfræði og stjórnmálaheimspeki geta verið mjög breytileg frá einum höfundi til annars og sumt í þessum tengslum, svo sem hjá Rawls á síðustu árum, er svo flókið að samlíkingin við tré og greinar þess er ekki lengur gagnleg. Það sem skiptir máli er að benda á að stjórnmálaheimspeki eins og flest okkar stunda hana felst í siðfræðilegri rökræðu og leitast við að þróa og réttlæta kenningar sem við notum til að meta stofnanir og siðvenjur. Það sem gerir hana frábrugðna öðrum greinum siðfræði er fyrst og fremst það sem réttlætt er: stofnanir fremur en athafnir einstaklinga eða skaphöfn þeirra. Fyrsta áratuginn eftir útkomu Kenningar um réttlæti, var gengið að því sem vísu að þær forskriftarkenningar sem áhugaverðastar væru í stjórnspeki væru réttlætiskenningar. Þetta leiddi af djarfri yfirlýsingu Rawls: Réttlætið er höfuðkostur á stofnunum, eins og sannleikurinn er á kenningum. Það er sama hversu fögur og nýtileg kenning er: ef hún er ósönn verður að breyta henni eða hafna. Eins er um stjórnarskrár og stofnanir. Það er sama hversu haganlega þeim er fyrir komið, og hversu gagnlegar þær eru: ef þær eru ranglátar verður að breyta þeim eða bylta. ^ Þessi yfirlýsing markaði tímamót í stjórnmálaheimspeki. Fram að henni var gjarnan litið á réttlætið sem eitt af grundvallargildun- um, ásamt nytsemi, frelsi, jafnrétti, lýðræði og svo framvegis, sem réttlætið gæti stangast á við en hefði engan sérstakan forgang framyfir.5 6 7 Á sjöunda og áttunda áratugnum fundu flestir enskir og amerískir stjórnmálaheimspekingar reglum sínum og lögmálum 5 Sbr. A Theory of Justice, s. 1-11 og Political Liberalism, VII fyrirlestur. 6 A Theory of Justice, s. 3. [Þýðing Þorsteins Gylfasonar „Hvað er réttlæti", s. 212.] 7 Þetta er það samhengi sem til dæmis Will Kymlicka setur fram hina prýðilegu athugun sína á stöðu stjórnmálaheimspeki samtímans í Contemporary Political Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 1990).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.