Hugur - 01.01.1994, Page 18
16
Wayne Norman
HUGUR
stað í andstæðum réttlætiskenningum. Það er margt sem rennir
stoðum undir þá skoðun að eftir áratugs gagnrýni frá samfélags-,
kvennréttinda- og þegnskaparsinnum, sé ekki lengur gengið að því
sem gefnu að siðfræðikenningar um stjórnmál og réttlætiskennin-
gar séu eitt og hið sama. Þrátt fyrir það hafa fæstir þeirra sem
vinna eftir aðferðafræði í anda Rawls hvikað frá hinu almennara
verkefni að réttlæta stofnanir.
Að sjálfsögðu er réttlæting á stofnunum ekki það eina sem
réttiiega telst til stjórnmálaheimspeki. Rannsóknir á eðli stjórn-
málanna sjálfra, eða á eðli nútímans, og greining á grundvallar-
hugtökum eins og frelsi, valdi og lögum, eru einnig réttmæt
viðfangsefni stjórnmálaheimspeki, en yfirleitt vekja þau ekki áhuga
þeirra sem vinna eftir aðferðafræði í anda Rawls sem viðfangsefni
er skipti máli í sjálfu sér. Ef við á annað borð sinnum þeim, þá er
það einungis þegar þær niðurstöður sem umfjöllun um þau gæti
veitt virðast vera nauðsynlegar forsendur í umfangsmeiri
röksemdafærsiu sem réttlætir eða hafnar tiltekinni kenningu eða
stofnun.
Það sama má segja um viðhorf okkar tii sögu stjórnmálahugsun-
ar. Nánast öll höfum við samúð með einhverjum höfundum fyrri
tíma og við nýtum okkur verk þeirra einstaka sinnum sem upp-
sprettu skilnings og röksemda. En að slcpptri þörfinni fyrir sögu-
legt samhengi, þá förum við með rit genginna heimspekinga rétt
eins og þau væru eftir samtímamenn okkar; með samblandi aðdáun-
ar, virðingar og tortryggni, en aldrei af undirgefni. Þrátt fyrir að
við teljum að fræðilegar rannsóknir á virtum heimspekingum hafi
gildi í sjálfu sér, þá er það nokkuð sem við tökum okkur sjaldan
fyrir hendur til að réttlæta kenningar okkar. Og við teljum það
vita gagnslaust að sýna, með löngum greinargerðum um sögu
stjórnmálahugsunar, hvernig skilningur okkar hefur þróast. Svo
vitnað sé til orða Philippe van Parijs: „Ádrepur og ritskýring eru
ekki eina svið stjórmálaheimspekinnar"8 — raunar eru þær ekki
einu sinni nauðsynlegar fyrir þá sem beita aðferðafræði í anda
Rawls.
8 Sjá Philippe Van Parijs, Qu'est-ce qu’une société juste? (París: Seuil, 1991).