Hugur - 01.01.1994, Síða 22
20
Wayne Norman
HUGUR
jafnvel leilt liugann að henni. Á gullöld tungumálsgreininga og
stórtækra siðfræðikenninga á sjötta áratugnum fengust heimspek-
ingar við spurninguna „af hverju að breyta rétt?“. Á endanum
komust þeir þó flestir að þeirri niðurstöðu að spurningin væri ekki
eins áhugaverð og ætla mætti, jafnvel að hún væri merkingarlaus;
það væri að elta skottið á sjálfum sér að bjóða siðferðileg rök fyrir
því að breyta siðferðilega; fullkomlega eigingjörn rök fyrir því að
breyta siðferðilega væru óviðeigandi, þar sem spurningin „af hverju
að breyta rétt?“ skipti einungis máli þegar rétt brcytni þjónaði ekki
eiginhagsmunum.*5 Ef einhver hefur fengið rétt uppeldi en skilur
saml ekki hvers vegna hann á að brcyta rétt, þá skynjar hann ekki
mátt siðferðisins sem slíks. Við höfum tilhneigingu til að segja
sem svo, að þar fari manneskja með fremur sjaldgæft sálarmein sem
harla ólíklegt sé að lækna megi með margbrotnum siðfræðilegum
rökum. * °
Að lokum er ein hliðin á því sem heimspekileg hugsun um
stjórnmál fæst við og sem einnig fclst í hugmynd okkar um rétt-
lætingar þessi; Við reynum ekki einungis að sjóða saman skyn-
samlegar réttlætingar með eða á móti stof'nunum og stefnum,
heldur reynum við einnig að setja fram lögmál, rökform og tungu-
tak sem mun bæta og skýra deilur í þeirri stjórnmálahefð sem við
búum við.1^ Eins og ég mun fjalla um í kallanum um aðferð hér að
neðan, þá felur þessi krafa í sér að sérhver siðferðileg leiðbeining
sem sett er fram, „verði að vera sæmilega áþreifanleg og í henni
þarf að felast réttlæting byggð á aðgengilegum og auðskildum
rökum. Ekki dugir að sannfæra aðeins þau starfssystkin manns sem
svo heppilega vill til að deila með manni viðhorfum til djúpstæðra
15 Sjá t.d. Kai Nielsen, „Is „Why Should I be Moral?" an Absurdity,"
Australasian Journal of Philosophy, 36 (1958). Rétt er að benda á að slík rök
skipta að sjálfsögðu engu máli gagnvart því flókna verkefni sem eru þróunar-
eða leikjaskýringar á því hvernig siðareglur urðu til meðal skynsamra manna.
Aðferðafræðilegir Rawlssinnar hafa fæstir tekist á við þetta verkefni, (sjá
t.a.m. A Theory of Justice, s. 503) þótt þeir hafni ekki mikilvægi þess fyrir
ýmis viðfangsefni er lúta að grunndvallarforsendum siðfræðinnar.
16 Richard Rorty færir sannfærandi rök fyrir þessu í Amnesty fyrirlestrunum sem
hann flutti við Oxford 1993, „Human Rights, Rationality and
Sentimentality," fyrirlestur væntanlegur hjá Basic Books í New York.
17 Þetta verkefni hefur að sjálfsögðu leitað æ meira á huga Rawls; sjá Political
Liberalism, s. 9, 44, 100.