Hugur - 01.01.1994, Síða 25
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
23
sviðum heimspekinnar sem að annarra mati teljast til grundvallar-
atriða í siðfræðilegum réttlætingum.24
Það er nokkurt ósamkomulag meðal fylgismanna aðferðafræði í
anda Rawls um það að hve miklu leyti beri að undanskilja vísun í
umdeildar hugmyndir um hin æðstu gæði.2-* Á Rawls hefur verið
ráðist frá öllum hliðum fyrir að virðast leggja of mikið upp úr
þessu atriði — og þá ekki aðeins frá þeim sem hafna frjálslyndis-
stefnu eða frá þeim sem byggja aðferðafræði sína á altækum grunni.
Margir af þeim sem annars hallast að frjálslyndum kenningum og
styðja aðferðafræði í anda Rawls, halda því samt sem áður fram að
frjálslyndir kennismiðir verði að taka afstöðu með tilteknum
hugmyndum um hin æðstu gæði og gegn öðrum. Þau gæði og gildi
sem frjálslyndir halda á lofti eru gjarnan talin fela í sér getu til
sjálfræðis26 eða tilteknar dygðir27 svo dæmi séu tekin og jafnvel, í
24 Það er rétt að vekja athygli á annarri ástæðu fyrir því að þeir sem aðhyllast
aðferðafræði í anda Rawls vilja forðast (eða óttast að flækjast í) djúpstæðar
heimspekilegar deilur. Almennt séð þá felur heimspeki á enskri tungu í sér
meiri verkaskiptingu heldur en til dæmis flestar evrópskar heimspekistefnur.
Þrátt fyrir að á þessu séu margar undantekningar, þá er talsverður fjöldi
stórbrotinna stjórnmálaheimspekinga samtímans (og herskarar meðalmanna)
sem hafa ekki lesið eina einustu bók í þekkingarfræði, frumspeki eða heimspeki
tungumáls, hugarvísinda eða vitundarvísinda, síðan þeir voru í námi (og hafa,
ef því er að skipta, líklega aldrei lesið staf í fyrirbærafræði, túlkunarfræði eða
formgerðarfræðum, fyrir utan nokkrar síður í Derrida eða Foucault sakir
forvitni eða til skemmtunar). Þessi verkaskipting gerir okkur kleift að fá lánað,
oft á tíðum gagnrýnislaust, frá starfssystkinum á þessum sviðum umsagnir um
hvaða viðhorf eru ásættanleg og hver ekki.
25 Það er einnig ósamkomulag um hvort mögulegt sé að forðast mjög umdeild
frumspekileg viðfangsefni. Til dæmis er ekki fjarri lagi að sú staðreynd að
deilurnar um fóstureyðingu hafa reynst Ameríkumönnum óþægur ljár í þúfu
hafi eitthvað að gera með misjafnar hugmyndir og skilgreiningar á því hvað sé
að vera persóna. Sjá Jean Hampton, „Should Political Philosophy Be Done
Without Metaphysics?" Ethics 99 no. 4 (1989); Ronald Dworkin, Life’s
Dominion (New York: Knopf, 1993); og Rawls, Political Liberalism, s. 243
nmgr.
26 Sjá meðal annarra Joseph Raz, The Morality of Freedom (Oxford: Oxford
University Press, 1986); Richard Norman, Free and Equal (Oxford: Oxford
University Press, 1987); Jeremy Waldron, „Theoretical Foundations of
Liberalism," Philosophical Quarterly, 37 (1987); James Nickel, „Rawls on
Political Community and Principles of Juslice," Law and Philosophy, 9 (1990);
Wayne Norman, „Taking „Free Action" Too Seriously," Etliics, 101 no. 3
(1991) og Taking Freedoom Too Seriously? An Essay on Analytic and Post-
Analystic Political Philosophy (New York: Garland Publishing, 1991) og Will