Hugur - 01.01.1994, Síða 29
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
27
Rawls kynnti þessa hugmynd fyrstur manna í sígildri grein frá
árinu 1951; „Rammi að ákvörðunarferli í siðfræði“-*6 heitir hún og
þar finnur maður ennþá skýrustu og yfirgripsmestu útlegginguna á
hugmyndinni. fgrundaðir dómar eru sérstakur flokkur siðferðilegs
innsæis sem við getum venjulega reitt okkur á:
þeir dómar sem felldir eru við skilyrði sem ýta undir réttlætistil-
finningu okkar og því við aðstæður þar sem venjulegar afsakanir og
skýringar á mistökum eiga ekki við. Gengið er út frá því að mann-
eskjan sem tekur ákvörðun hafi getu, tækifæri og vilja til að komast
að réttri niðurstöðu ...3^
í hvaða skilningi geta ígrundaðir dómar verið forsendur í rökum
sem lúta að siðferði og stjórnmálum? Augljóslega er því ekki til
að dreifa að siðferðislögmál og kenningar séu á einhvern hátt
leiddar með einfaldri afleiðslu af þeim ígrunduðu dómum sem við
deilum í sameiningu. Þeir þjóna fremur sem efniviður í tilraunir
þegar verið er að prófa tilgátur. Að mati Rawls er „réttlætis-
kenning seld undir sömu aðferðafræðilegu reglur og aðrar
kenningar".38 Kenningar eru ekki leiddar af fyrirliggjandi gögnum,
heldur hyrjum við á tilgátum sem við síðan berum saman við
gögnin. Af því leiðir:
Regla 6: Siðferðiskenningamr eru þá og þvf aðeins réttlættar að þær
samsvari (sameiginlegum) ígrunduðum dómum okkar við skilyrði
yfirvegaðs jafnvægis.
Eða svo notast sé við orðalag Kymlicka: „Hinn endanlegi
prófsteinn réttlætiskenninga er hvort þær séu í samræmi við og
skýri ígrundaða réttlætissannfæringu okkar.“39
Hugmyndin um yfirvegað jafnvægi er eini þátturinn í aðferða-
fræði í anda Rawls sem hefur verið skoðaður ofan í kjölinn,
sérstaklega á áttunda áratugnum.40 Rawls kynnti hugmyndina til
36 „Outline of a Decision Procedure for Ethics," Philosophical Review, 60 no. 2
(1951).
37 A Theory of Justice, s. 47 o.áfr.
38 Sama rit, s. 51.
39 Contemporary Political Philosophy, sjá einnig Rawls, A Theory of Justice s. 579
og Political Liberalism, s. 45.
40 Sjá til dæmis: Norman Daniels, „Wide Reflective Equilibrium and Theory
Acceptance in Ethics," Journal of Philosophy, 76 (1979) og „Reflective
Equilibrium and Archimedean Points," Canadian Journal of Philosophy , 10 no.
1 (1980); Daniel Little, „Reflective Equilibrium and Justification,“ Southern
Journal of Philosophy, 22 (1984); Kai Nielsen, „Our Considered Judgements,"