Hugur - 01.01.1994, Side 35

Hugur - 01.01.1994, Side 35
HUGUR Aðferðafrœði í anda Rawls 33 deilna mismunandi hefða.50 í sumum tilfellum eru þessi „hagnýtu“ vandamál heimspekilega áhugaverð vegna þess að þau storka einhverri tiltekinni fræðilegri hefð. Svo dæmi sé tekið, þá gæti fylgismaður aðferðafræði í anda Rawls kannað hvort hægt sé að samrýma frjálslynd lögmál sem víðtækt samkomulag er um til- tekinni tegund sameiginlegra réttinda, þjóðernisstefnu, eða afnámi innflytjendaeftirlits, eða því að lágmarkstekjur séu tryggðar — stefnur sem ekki er ólíklegt að þyki eftirsóknarverðar á öðrum forsendum en réttlætis, t.a.m. á grundvelli siðferðilegs innsæis.51 Þetta er dæmi um annars konar verkefni sem er vinsælt meðal fylgismanna aðferðafræði í anda Rawls: fremur en feta í fótspor Rawls og reyna að réttlæta réttlætishugmynd sem allir geta fellt sig við, þá reyna þeir að beina sjónum sínum fyrst og fremst að andstæðingum innan sinnar eigin hefðar og leitast við, með samkvæmum röksemdafærslum í yfirveguðu jafnvægi, að leysa innbyrðis deilur. Þriðja viðfangsefnið felur í sér róttækari viðbrögð við því sem mörgum virðist tilgangslaust verkefni en það er að renna stoðum undir altækar forskriftarkenningar. í því felst að menn hætta að einhverju leyti að takast á við nokkrar af þeim spurningum sem stjórnmálaheimspekingar hafa yfirleitt þóst eiga svör við (sér- staklega spurningum sem snúast um hvað ætti að gera í sam- félaginu) en fást þess í stað við þrengri viðfangsefni stofnana- réttlætis og ákvarðanaferla (sem fást við það hvernig þegnar í fjöllyndu samfélagi með öndverðar skoðanir á hinum æðstu gæðum og réttlætinu eiga að ákveða hvað eigi að gera). Stuart Hampshire kallar þetta „algert lágmark siðferðis, réttlætis og sanngjarnra samskipta sem er nauðsynlegt til að jafnvægi haldist milli siðakerfa sem keppa um hylli okkar og sem þarf til að styðja almennt ásættanlega aðferð til að skera úr deilum þeirra“.52 Með orðum James Fishkin: 50 Sjá Buchanan, sbr. reglu 5 hér að ofan, nmgr. 32. 51 Sem dæmi um slík rök og rannsóknir sjá: Will Kymlicka, Liberalism, Community and Culture', Yael Tamir, Liberal Nationalism, (Princeton: Princeton University Press, 1993); Joseph Carens, „Aliens and Citizens: the Case for Open Borders"; og Philippe van Parijs, Qu'est-ce qu’une société juste ?. 52 Innocence atui Experience (Harmondsworth: Penguin, 1989).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.