Hugur - 01.01.1994, Síða 40

Hugur - 01.01.1994, Síða 40
38 Sigríður Þorgeirsdóttir HUGUR fram, eru einstaklingar sem fella siðferðisdóma ávallt samofnir ákveðnu umhverfi og samhengi. Samhliða kenningu sinni um umhyggju- og ábyrgðarsiðfræði spyr Gilligan hvort skuli skipa æðri sess, það sem er siðferðilega gott, eða það sem er siðferðilega réttlátt. Að svo miklu leyti sem fcmínísk gagnrýni fellst á þessa afstöðu Gilligans, virðist hún koma heim og saman við gagnrýni samfélags- sinna á kenningu frjálslyndra. Eins og áður hefur komið fram er ein af frumforsendum samfélagssinna sú, að gott og réttlátt samfélag grund- vallist á sameiginlegri velferð, sem geti af sér samfélagsvitund þegnanna og skilning á sameiginlegum markmiðum. Sú spurning vaknar hvort hugmyndin um sameiginlega velferð sem leiðarljós, sem er undirstaða gagnrýni samfélagssinna á kenningu frjálslyndra, sé í raun samrýmanleg kröfum femínista. Er hugmynd frjálslyndra um frelsi einstaklingsins, þ.e.a.s. um jafnan rétt lil frelsiskosta, sem er einnig fyrsta boðorð Rawls um réttlætið, ef til vill betur til þess fallin að rökstyðja kröfur femínista?7 Ef haft er í huga að barátta femínista felst í því að losa sig undan hefðbundnum gildum og krefjast réttinda og frelsis, þá virðist mega ætla að hugmyndir frjálslyndra séu vænlegri fyrir kvenfrelsisbaráttu en hugmyndir samfélagssinna. Því tel ég að kenningar frjálslyndra séu hugmyndum samfélagssinna fremri í þessum efnum. Samt sem áður eru viss atriði í gagnrýni femínista og samfélagssinna, eins og hugmyndir þeirra um samábyrgð og umhyggju, sem þarf að gera betur skil í kenningum frjálslyndra. Sú staðreynd að frjálslyndar kenningar um einstaklingsfrelsi sam- ræmast hugmyndum femínista um kvenfrelsi sýnir, eins og ég vil leiða rök að, að hugmyndir samfélagssinna uin samfélag eru óhagstæðar konum. Þetta varpar ennfremur ljósi á ákveðna einstefnu í fram- setningu Gilligans á umhyggjusiðfræðinni og kallar þannig á endur- skoðun þeirra femínísku kenninga sem tefla umhyggjusiðfræði hennar gegn réttlætissiðfræði frjálslyndra. í það minnsta er ljóst að kenning Gilligans um umhyggjusiðfræði þarfnast lagfæringa eigi hún að vera ásættanleg. Ólíkt Rawls sem telur réttlætið mikilvægasta gildi samfélagsins og að „hið góða“ sé leynt og ljóst markmið siðfræðikenninga yfirleitt, þá 7 Rawls, A Theory of Juslice, s. 302.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.