Hugur - 01.01.1994, Side 41
HUGUR
Frelsi, samfélag og fjölskylda
39
álíta samfélagssinnar að almenn velferð skipi hærri sess en réttlætið. í
kenningum Sandels og Maclntyres er stuðst afdráttarlaust við þessa
hugmynd, sem gerir að verkum að gæðin eða velferðin vega þyngra en
réttlætið. Samkvæmt þessari skoðun geta réttindi sem hafa forgang
fyrir sameiginlegri velferð, grafið undan mótunaráhrifum þeirra gilda
sem meðlimir samfélagsins deila. Af þessu ieiðir að slik réttindi geta
ógnað sjálfsmynd einstaklinganna innan samlclagsins.
I kenningu Maclntyres og Sandels felst ennfremur ákveðin tor-
tryggni í garð fjölhyggju. Einingu gilda og verðmæta, scm Maclntyre
álítur meðal annars eiga rætur að rekja til kenninga Aristótelesar og
heilags Tómasar, stendur ógn af fjölbreytilegu verðmætamati og
markmiðum. Augljósasta gagnýnin á þessa hugsjón um einingu
hljóðar svo: Annað hvort er ógerlegt að skapa slíkt samfélag vegna
ágreinings um hvað séu sameiginleg verðmæti, eða beita þarf valdi til
að tryggja einingu. Sandel og Maclntyre myndu mótmæla slíkri gagn-
rýni á þeirri forsendu að hún kæmi einungis fram við aðstæður þar
sem „Sittlichkeit“ — siðferði — samfélagsins er orðið svo bágborið,
að einstaklingshyggja, firring, sundrung og stjórnleysi í verðmætamati
eru orðin allsráðandi. Að þeirra áliti er lausnin á slfkum vanda,
sameiginleg hugsjón um almenna velferð.
Þar sem Sandel og Maclntyre leggja áherslu á að frekar beri að
endurreisa og styrkja gildi en leggja vanda samfélagsins í hendur
stofnana hefur bandaríski heimspekingurinn Seyla Benhabib skilgreint
stefnu þeirra sem „sameiningarviðbrögð" við nútímanum.8 Hún gerir
greinarmun á stefnu þeirra og samfélagssinna eins og Walzers og
Taylors, sem leggja áherslu á þátttöku meðlima samfélagsins. Slík
kenning, ólíkt þcirri sem Sandel og Maclntyre halda fram, lítur svo á
að „vandi nútímans liggi frekar fólginn í glötuðum pólitískum áhrifa-
mætti, en þverrandi félagsanda, einingu og samstöðu.“9 Svar Walzers
við þessum vanda og þeirri fjölhyggju sem einkennir fjölþjóða-
samfélög nútíma iðnrfkja er ákall um „sameiginlegan skilning" á því
hvað séu samfélagsleg verðmæti.10
8 S. Benhabib, Situaling the Self. Gender, Community and Postmodernism in
Contemporary Ethics (Cambridge: Polity Press, 1992), s. 77.
9 Sama rit, sama síða.
10 M. Walzer, Spheres of Justice. A Defence of Pluralism and Equality (New York:
Basic Books, 1983), s. 26.