Hugur - 01.01.1994, Síða 43

Hugur - 01.01.1994, Síða 43
HUGUR Frelsi, samfélag og fjölskylda 41 Þrátt fyrir að hugmyndin um gildi umhyggju og samábyrgðar sé mikilvæg fyrir femíníska kenningu, sýnir þetta dæmi að konur þurfa á hinni hefðbundnu hugmynd frjálslyndra um sjálfræði að halda. Einungis ef sjálfræði er tekið fram yfir sameiginlegt gildismat er tryggt að hagsmunum kvenna verði ekki fórnað á altari verðmætamats samfélagsins. Af þessu leiðir að hugmynd Gilligans um umhyggju- siðfræði, sem krefst algildis á sama hátt og siðfræði grundvölluð á réttlæti, verður að þiggja viðbætur frá réttlætissiðfræðinni, og þá sérstaklega hugmyndum hennar um lögmál réttlætis og óhlutdrægni. Siðfræði samfélagssinna í anda Sandels og Maclntyres þyrfti jafn- framt að ígrunda samsetningu félagslegra eininga og hver réttur íbúanna sé. An þessa er kenning samfélagssinna einungis „rómantísk sýn“ á sjóndeildarhring sameiginlegra gæða sem eiga að gefa sam- félaginu viðmið sín.12 Rómantísk samfélagskenning horfir framhjá hugsanlegum árekstri milli þess sem telst gott fyrir samfélagið almennt og huglægum veruleika einstaklinganna innan þess, en þessi togstreita milli sjálfræðis og almenns réttlætis er einmitt helsti vandinn sem frjálslyndisstefnan reynir að leysa. Takmarkaður skilningur Sandels og Maclntyres á þessu birtist í nauðhyggjulegu viðhorfi þeirra til mótunar sjálfsvitundarinnar, þar sem þeir horfa framhjá mögulegri endursköpun eða cndurskoðun einslaklingsins á sjálfsvitund sinni, en það er eins og áður segir, helsta verkefni frelsisbaráttu. Kenning frjálslyndra tekur meira tillit til þessarar þarfar á endur- skoðun og sköpun, með því að leggja áherslu á að almenn lög og opinberar stofnanir tryggi frelsi einstaklingsins og geri honum kleift að lifa samkvæmt eigin hugmyndum um hvað sé gott líf innan ramma almenns réttlætis. Frá sjónarhóli samfélagssinna felst frelsi íbúa sam- félagsins í að taka sjálfviljugir þátt í samvinnu við aðra á grundvelli sameiginlegra gilda. Þroskaferli einstaklingsins helst þannig í hendur við það, hversu vel tekst til við að skapa sameiginlegt gildismat og hugsjón um sameiginlega velferð. Sennilega endurspeglar þessi hugsunarháttur sjálfskilning jaðarhópa sem keppa að ákveðnu marki eða stjórnmálalegar víddir fyrrgreindrar femínískrar kenningar. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að hugmyndir Sandels og 12 W. Kymlicka, Contemporary Political Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 1990), s. 225.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.