Hugur - 01.01.1994, Page 46
44
Sigríður Þorgeirsdóttir
HUGUR
En hvaða hugmyndir gera frjálslyndir hugsuðir sér um einkalífið og
fjölskylduna? Eins og áður sagði tel ég stefnu frjálslyndra betur hæfa
til þess að rökstyðja baráttumál kvenna en kenningar samfélagssinna,
að svo miklu leyti sem kenning frjálslyndra boðar sjálfræði
einstaklinga og jafnan rétt til frelsis. í samfélagi reistu á hugmyndum
samfélagssinna er frelsi og sjálfræði stefnt í voða vegna þess hve
sjálfsmynd einstaklinganna er bundin hefðinni. En hugmynd
frjálslyndra um einstaklinginn, sem Sandel nefnir „hið hömlulausa
sjálf“, er, eins og áður sagði einnig, gagnrýnd af femínistum.21 í
kenningum frjálslyndra vantar viðurkenningu á mikilvægi þeirra þátta
samfélagsins sem þroska sjálfsvitund og félagsvitund einstaklingsins.
Fjölskyldan hefur óumdeilanlega einu þýðingarmesta hlutverkinu að
gegna í þessu tilliti. Það vottar fyrir skilningi á þessu í kenningu
Rawls, en hann telur tillinningu einstaklinga fyrir réttlæti mótasl af því
siðgæði sem ríkir innan fjölskyldunnar.22 Af þeim sökum telur hann
að fjölskyldan verði að lúta Iögmálum réttlætis. I umfjöllun hans um
fjölskylduna í ritinu Kenning um réttlœti er þó hvergi að l'inna
ákveðnar hugmyndir um réttláta skipan mála innan fjölskyldunnar.23
Rawls virðist auk þess ekki koma auga á hversu illa núverandi fjöl-
skyldufyrirkomulag uppfyllir kröfur hans um réttlæti, þar sem konum
er gert erfitt um vik að nýta sér þá möguleika sem þær hafa, þrátt fyrir
formlegt jafnrétti. Það þarf vart að geta þess að núverandi skipulag
kemur einnig í veg fyrir að karlar geti nýtt sér sfna þroskakosti,
sérstaklega hvað varðar uppeldi barna, en börnum væri það fyrir bestu
að fá jafna athygli móður og föður. Það er því ljóst að leiðrétta þarl'
fjölskyldumynd Rawls, svo hún taki sérstakt tillit til mismunar
kynjanna. Við nánari athugun koma mismunandi þarfir kynjanna í
ljós. Eitt meginmarkmið femínískra laga- og stjórnmálakenninga,
hefur verið að leggja drög að réttindum sem tryggja að þessar
mismunandi þarfir séu virtar og uppfylltar.24
21 Sbr. M. Sandel, „The Procedural Republic and the Unencumbered SelP', Political
Theory 12, (1984), s. 81-96.
22 Rawls, A Theory of Justice, s. 462-479.
23 Sjá Kymlicka, Contemporary Political Pliilosophy, s. 266.
24 Sbr. C. MacKinnon, Feminism Unmodified: Discourses on Life and Law
(Cambridge, Mass.: Harvard University Pr., 1987) og I. M. Young, Justice and the
Politics of Difference (Princeton, N.J.: Princeton University Press, 1990).