Hugur - 01.01.1994, Síða 46

Hugur - 01.01.1994, Síða 46
44 Sigríður Þorgeirsdóttir HUGUR En hvaða hugmyndir gera frjálslyndir hugsuðir sér um einkalífið og fjölskylduna? Eins og áður sagði tel ég stefnu frjálslyndra betur hæfa til þess að rökstyðja baráttumál kvenna en kenningar samfélagssinna, að svo miklu leyti sem kenning frjálslyndra boðar sjálfræði einstaklinga og jafnan rétt til frelsis. í samfélagi reistu á hugmyndum samfélagssinna er frelsi og sjálfræði stefnt í voða vegna þess hve sjálfsmynd einstaklinganna er bundin hefðinni. En hugmynd frjálslyndra um einstaklinginn, sem Sandel nefnir „hið hömlulausa sjálf“, er, eins og áður sagði einnig, gagnrýnd af femínistum.21 í kenningum frjálslyndra vantar viðurkenningu á mikilvægi þeirra þátta samfélagsins sem þroska sjálfsvitund og félagsvitund einstaklingsins. Fjölskyldan hefur óumdeilanlega einu þýðingarmesta hlutverkinu að gegna í þessu tilliti. Það vottar fyrir skilningi á þessu í kenningu Rawls, en hann telur tillinningu einstaklinga fyrir réttlæti mótasl af því siðgæði sem ríkir innan fjölskyldunnar.22 Af þeim sökum telur hann að fjölskyldan verði að lúta Iögmálum réttlætis. I umfjöllun hans um fjölskylduna í ritinu Kenning um réttlœti er þó hvergi að l'inna ákveðnar hugmyndir um réttláta skipan mála innan fjölskyldunnar.23 Rawls virðist auk þess ekki koma auga á hversu illa núverandi fjöl- skyldufyrirkomulag uppfyllir kröfur hans um réttlæti, þar sem konum er gert erfitt um vik að nýta sér þá möguleika sem þær hafa, þrátt fyrir formlegt jafnrétti. Það þarf vart að geta þess að núverandi skipulag kemur einnig í veg fyrir að karlar geti nýtt sér sfna þroskakosti, sérstaklega hvað varðar uppeldi barna, en börnum væri það fyrir bestu að fá jafna athygli móður og föður. Það er því ljóst að leiðrétta þarl' fjölskyldumynd Rawls, svo hún taki sérstakt tillit til mismunar kynjanna. Við nánari athugun koma mismunandi þarfir kynjanna í ljós. Eitt meginmarkmið femínískra laga- og stjórnmálakenninga, hefur verið að leggja drög að réttindum sem tryggja að þessar mismunandi þarfir séu virtar og uppfylltar.24 21 Sbr. M. Sandel, „The Procedural Republic and the Unencumbered SelP', Political Theory 12, (1984), s. 81-96. 22 Rawls, A Theory of Justice, s. 462-479. 23 Sjá Kymlicka, Contemporary Political Pliilosophy, s. 266. 24 Sbr. C. MacKinnon, Feminism Unmodified: Discourses on Life and Law (Cambridge, Mass.: Harvard University Pr., 1987) og I. M. Young, Justice and the Politics of Difference (Princeton, N.J.: Princeton University Press, 1990).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.