Hugur - 01.01.1994, Page 52
50
Jóhann Páll Arnason
HUGUR
öðrum hugmyndum sem mest hefur borið á í nýlegu framlagi Frakka
til þessarar rökræðu.2 Þar er lögð megináhersla á hversu opin og óviss
sagan er, fremur en á algilda og óbreytanlega stefnu þróunarinnar. Er
þá litið á lýðræðisbyltinguna sem róttæk umskipti frá hefðbundnu
skipulagi í samlífi manna og sem tilraun til að skilgreina grundvöll
þess upp á nýtt. Hvað varðar þróun lýðræðisins á síðari tímum, þá er
mestan part litið á hana sem mismunandi tilraunir manna til að takast
á við orsakir og langtímaafleiðingar þein'a róttæku breytinga sem urðu
þegar í upphafi. Sérstaklega er bent á að það verkefni að byggja upp
samfélagsskipulag sem grundvallast á fullveldi einstaklinga og sjálf-
ræði þeirra, ásamt áherslubreytingum frá trúarlegum til veraldlegri
valdakerfa, orsaki viðvarandi vandamál í sjálfri samfélagsgerðinni.
Því þarf stöðugt að takast á við innbyggðar mótsagnir þegar verið er
að festa lýðræði í sessi og einnig gæti þurft að horfast í augu við aftur-
för. Innan þessa sjónarhorns er að sjálfsögðu svigrúm fyrir deilur.
Olíkir höfundar segja hver sína sögu af undanfara og forsendum
lýðræðisins — þótt hlutverk forsendnanna sé mun óljósara og óbeinna
en greinargerð þróunarsinna gefur til kynna — og af þeim þáttum sem
mest áhrif hafa á þróunina. Þannig hefur til dæmis Marcel Gauchet
haldið því fram að jafnvel hin öfgafyllstu áform um róttækt lýðræði á
þessari öld séu í grundvallaratriðum innan þess ramma umræðu og
ímyndunar sem mótaður var í lok átjándu aldar. Claude Lefort hefur
hins vegar fremur hallast að því að túlka beri sögu nútímalýðræðis
sem sögu varanlegrar byltingar. En slíkur ágreiningur er ekki eins
mikilvægur og „ættarsvipurinn“ sem bent var á að ofan.
Loks hefur því verið haldið fram að lýðræði — skilgreint sem
aðlögun félagslegs valds að hagsmunabaráttu einstaklinganna —
endurspegli „náttúrlegt stjórnskipulag mannskepnunnar11.3 Ennfremur
að þetta náttúrlega fyrirkomulag sé á mjög almennan en afgerandi hátt
einkennandi fyrir frumstæð samfélög. Homo democraticus — hinn
lýðræðislegi maður — er samkvæmt þessari skoðun tvíburabróðir
homo economicus — hins hagsýna manns; báðar tegundirnar búa yfir
2 Sjá sérstaklega Claude Lefort, L'invention démocratique (París, 1981), Essais sur
le politique (París, 1986) Écrire — A l'épreuve du politique (París, 1992); Frangois
Furet, Penser la revolution frangaise (París, 1978); og Marcel Gauchet, La
révolution des droits de l'homme, (París, 1989).
3 Sjá J. Baechler, Démocraties (París, 1985).