Hugur - 01.01.1994, Page 57

Hugur - 01.01.1994, Page 57
HUGUR Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur 55 sem hann hafði ekki fullt vald á lykilhugtökum sem síðar urðu þunga- ntiðjan í félagsvísindum; jafnframt hefur verið sýnt fram á að tilraunir hans til að skýra innreið lýðræðis byggi mjög á þeirri hefð stjórnmála- heimspeki sem var forveri félagsvísindanna. Um báða þessa hluti hefur túlkun Leforts haft margt fram að færa.8 Tocqueville á í sem stystu máli ekki heima í sömu fræðilegu fjölskyldunni og þeir Marx, Durkheim og Weber. A öðrum stað hef ég rætt um arfleifð klassísku höfundanna og hér er ekki þörf á að eltast við smáatriði.^ Þess í stað vil ég gjarnan velta fyrir mér mögulegum gagnrökum og nota þau til að skýra það sem ég sé sem höfuðvandamál í tengslum félagsfræðinnar við lýðræði. Einhliða áhersla á kapítalisma og/eða iðnvæðingu gæti virst einkenna hugsuði nítjándu aldarinnar. Og þeir sem mest áhrif höfðu á við- fangsefni félagsvísindanna á tuttugustu öld voru samtímis að bregðast við smættarhyggju forvera sinna. Durkheim þróaði félagsvísindi sín sem svar við kenningum Marx og Spencers; markmið hans var að taka til athugunar og umræðu, þátt siðferðis í félagslífi, því þrátt fyrir að sá þáttur væri minna áberandi en áður, er siðferði engu að síður mikil- vægt í nútímasamfélögum. Því verður ekki neitað að „stund Durkheims" sem svo má kalla, fól í sér straumhvörf í sögu félags- fræðilegrar hugsunar. En sem lausn á þeim vandamálum sem hér eru til umræðu var kenning hans ófullnægjandi og skapaði raunar ný vandamál. Hugmynd hans um samfélagið sem sérstakan — sui generis — raunveruleika, sem viðfangsefni félagsfræðilegrar hugsunar og sem það sem útskýrði stöðu mannsins, reyndist lífseigasti þátturinn í arfleifð hans. Það er ekki þar með sagt að hugmyndir Durkheims hafi ekki valdið neinum deilum; mótbárur, fyrirvarar og uppálappanir hafa cinnig sett svip sinn á sögu félagsvísindanna. A því leikur hins vegar enginn vafi að samfélagshugtakið og sú hugmynd að félagsfræði séu samfélagsvísindi hafa skipt sköpum fyrir stöðuleika, þróun og sérstöðu félagsfræðinnar. Heppilegast er að skilja hið tæknilegra hugtak „samfélagskerfi" sem leitt af þeim tökum sem 8 Sjá „Réversibilité: liberté politique et liberté de l’individu" og „De l’égalité á la liberté” í C. Lefort, Essais sur le politique (nntgr. 2) s. 197-216 og 217-247. Sjá Jóhann Páll Árnason, „The Theory of Modernity and the Problematic of Democracy” í P. Beilharz o.fl. ritstj., Between Totalitarianism and Postmodernity (Cambridge, Mass., 1992). 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.