Hugur - 01.01.1994, Page 59

Hugur - 01.01.1994, Page 59
HUGUR Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur 57 skilgreiningar og gangverkslýsingar, þá stendur mönnum nær að líta á lýðræði sem tækni sem þróaðist í sértækum tilgangi fremur en sem róttækt áform sem kynni að varða allt mannlíf. Kenningar Niklas Luhmanns eru þrautreyndasta tilraunin til að endurhugsa og dýpka samfélagshugtakið og eyða þannig þeirri gagn- rýni sem hefur verið sett fram á hefðbundnari útgáfur þess. Hann telur að félagsfræðin þurfi ennþá á þessu „grundvallarhugtaki" að halda í þeim tilgangi að „gefa til kynna einingu viðfangsefnisins“,10 en jafn- framt að nauðsynlegt sé að skilja frá hugtakinu „gömlu evrópsku" fordómana sem klassísku höfundarnir tengdu við það. í kjölfar Durkheims og Parsons marka nýjungar Luhmanns þriðja áfangann í þróun samfélagshugtaksins; enn á þó eftir að koma í ljós hvort hugmyndir hans eiga eftir að hafa sambærileg áhrif á félagsfræðilega hugsun og kenningar forvera hans, eða hvort hér sé á ferðinni síðasti bjarmi deyjandi hefðar. A því Ieikur enginn vafi að endurskilgreining Luhmanns á samfélagshugtakinu — og skrefið sem mestu skiptir, svo farið sé skjótt yfir sögu, felst í áherslubreytingu frá sameiningu (integration) til samskipta (communication) — veldur þvf að sumt af þeirri gagn- rýni sem áður var nefnd, á ekki lengur við. Greining hans á „heimssamfélaginu“ sýnir að mikilvægi þjóðríkisins sem áður var gengið út frá, er ekki lengur ásættanlegt. Hugmyndin um samfélags- kerfi sem samskiptanet veitir aukið svigrúm fyrir sjálfstæði undir- kerfanna og fyrir sveigjanlegri tengsl ntilli þeirra, enda gengur hún gegn þeirri miðlægu kerfishugsun sem áður var einkennandi; kenningin um sjálfskapandi kerfi er síðan notuð til að byggja upp sértækara líkan og mynd af virku samfélagi sem í fáu minnir á þær manneskjur sem það byggja. En ef hægt er að móta samfélagshugtakið upp á nýtt til að mæta gagnrýni, þá má einnig umorða spurningar gagnrýnendanna innan hins nýja tilvísunarramma. Að tala um „heimssamfélag“ kann að draga úr því sem greinir að, og þeirri tog- streitu sem er milli þjóðríkjaformsins annars vegar og „heims- væðingarinnar" hins vegar. Hugmyndin um „lokaða starfsemi" sam- félagskerfa gefur til kynna að hið nýja fræðilega tungumál sé ekki með öllu ósamrýmanlegt við eldri ofuráherslu á sameiningu. Hvað 10 N. Luhman, „The Concept of Society", í Thesis Eleven, no. 31, s. 67.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.