Hugur - 01.01.1994, Síða 59
HUGUR
Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur
57
skilgreiningar og gangverkslýsingar, þá stendur mönnum nær að líta á
lýðræði sem tækni sem þróaðist í sértækum tilgangi fremur en sem
róttækt áform sem kynni að varða allt mannlíf.
Kenningar Niklas Luhmanns eru þrautreyndasta tilraunin til að
endurhugsa og dýpka samfélagshugtakið og eyða þannig þeirri gagn-
rýni sem hefur verið sett fram á hefðbundnari útgáfur þess. Hann telur
að félagsfræðin þurfi ennþá á þessu „grundvallarhugtaki" að halda í
þeim tilgangi að „gefa til kynna einingu viðfangsefnisins“,10 en jafn-
framt að nauðsynlegt sé að skilja frá hugtakinu „gömlu evrópsku"
fordómana sem klassísku höfundarnir tengdu við það. í kjölfar
Durkheims og Parsons marka nýjungar Luhmanns þriðja áfangann í
þróun samfélagshugtaksins; enn á þó eftir að koma í ljós hvort
hugmyndir hans eiga eftir að hafa sambærileg áhrif á félagsfræðilega
hugsun og kenningar forvera hans, eða hvort hér sé á ferðinni síðasti
bjarmi deyjandi hefðar.
A því Ieikur enginn vafi að endurskilgreining Luhmanns á
samfélagshugtakinu — og skrefið sem mestu skiptir, svo farið sé
skjótt yfir sögu, felst í áherslubreytingu frá sameiningu (integration)
til samskipta (communication) — veldur þvf að sumt af þeirri gagn-
rýni sem áður var nefnd, á ekki lengur við. Greining hans á
„heimssamfélaginu“ sýnir að mikilvægi þjóðríkisins sem áður var
gengið út frá, er ekki lengur ásættanlegt. Hugmyndin um samfélags-
kerfi sem samskiptanet veitir aukið svigrúm fyrir sjálfstæði undir-
kerfanna og fyrir sveigjanlegri tengsl ntilli þeirra, enda gengur hún
gegn þeirri miðlægu kerfishugsun sem áður var einkennandi;
kenningin um sjálfskapandi kerfi er síðan notuð til að byggja upp
sértækara líkan og mynd af virku samfélagi sem í fáu minnir á þær
manneskjur sem það byggja. En ef hægt er að móta samfélagshugtakið
upp á nýtt til að mæta gagnrýni, þá má einnig umorða spurningar
gagnrýnendanna innan hins nýja tilvísunarramma. Að tala um
„heimssamfélag“ kann að draga úr því sem greinir að, og þeirri tog-
streitu sem er milli þjóðríkjaformsins annars vegar og „heims-
væðingarinnar" hins vegar. Hugmyndin um „lokaða starfsemi" sam-
félagskerfa gefur til kynna að hið nýja fræðilega tungumál sé ekki
með öllu ósamrýmanlegt við eldri ofuráherslu á sameiningu. Hvað
10 N. Luhman, „The Concept of Society", í Thesis Eleven, no. 31, s. 67.