Hugur - 01.01.1994, Page 63

Hugur - 01.01.1994, Page 63
HUGUR Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur 61 Það er hins vegar til önnur nálgun við viðfangsefni sjálfsstjórnar og aðrar túlkanir sem reyna að halda í eða endurvekja þessi tengsl við lýðræðið. Hugmyndir Corneliusar Castoriadis og Alains Touraine eru augljósust dæmi um þetta.14 Luhmann tekst ekki á við þessa strauma það best ég veit. Gera hefði mátt ráð fyrir að kenning sem er sett fram sem einn af mörgum valkostum (eða jafnvel, svo vísað sé í póst- módernísk hugtök, sem hlut á uppboði) hefði á opinskárri hátt tekist á við augljósa samkeppnisaðila — og stingur sérstaklega í stúf við þá tvo höfunda andstæðrar skoðunar sem ég vísaði til. Eftirmáli Ýmsar spurningar tengdar lýðræðinu varð óhjákvæmilega að nálgast fremur einhliða í þessari ritgerð sökum plássleysis og knapps tíma við ritun hennar. Ritgerðin fjallar einkum um tvennt: Annars vegar þá togstreitu sem sprettur af tilraunum til að fá skilgreiningar á lýðræði til að passa við grunnhugtök í félagsfræði; hins vegar yfirlýsta smættarhyggju sem virðist vera innbyggð í eitt þessara hugtaka, þ.e. hina ríkjandi hugmynd um samfélag. Það kann að vera gagnlegt að gefa til kynna möguleg rök sem draga aðra hlið á þessu vandamáli fram í dagsljósið. í sem stystu máli, þá má segja að hægt sé að sýna fram á að með því að fella hugmynd- ina um lýðræði undir þröngt samfélagslíkan — og einnig takmarkanir sem felast í sumum þeim sjónarhornum sem rædd eru í ritgerðinni, þótt þau séu ekki eins augljós — er gengið út frá einfaldaðri mynd af lýðræði sem slíku. Nánar tiltekið, þá auðveldar tilhneigingin til að smætta lýðræði í grundvallarlögmál eða óumdeilanlega rökgerð (þessu mætti einnig lýsa sem grunngerðar- eða einkennahugmynd um lýð- ræði) mun umfangsmeiri aðlögun að ytri áhrifavöldum. Leitin að yfir- gripsmiklum samnefnara getur beinst að verklagi ábyrgra stjórnvalda rétt eins og að hugsjónum sjálfstjórnar; hún er með öðrum orðum sameiginleg ósamrýmanlegum mynstrum „þunns lýðræðis" og „sterks lýðræðis“.’-£’ Sameignlegur þeim er forskilningur á lýðræði sem safni samkvæmra, yfirgripsmikilla og ótvíræðra grundvallarreglna. 14 C. Castoriadis, The Imaginary Institution of Society (Cambridge, 1987) og Philosophy, Politics, Autonomy (Oxford, 1991); A. Toursine, 'I'he Self-Production ofSociety (Chicago, 1977) og Tlte Voice and the Eye (Cambridge, 1981). 15 Sjá Benjamin Barber, Strong Democracy - Participatory Politics for a New Age (Berkely, 1984)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.