Hugur - 01.01.1994, Síða 63
HUGUR
Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur
61
Það er hins vegar til önnur nálgun við viðfangsefni sjálfsstjórnar og
aðrar túlkanir sem reyna að halda í eða endurvekja þessi tengsl við
lýðræðið. Hugmyndir Corneliusar Castoriadis og Alains Touraine eru
augljósust dæmi um þetta.14 Luhmann tekst ekki á við þessa strauma
það best ég veit. Gera hefði mátt ráð fyrir að kenning sem er sett fram
sem einn af mörgum valkostum (eða jafnvel, svo vísað sé í póst-
módernísk hugtök, sem hlut á uppboði) hefði á opinskárri hátt tekist á
við augljósa samkeppnisaðila — og stingur sérstaklega í stúf við þá
tvo höfunda andstæðrar skoðunar sem ég vísaði til.
Eftirmáli
Ýmsar spurningar tengdar lýðræðinu varð óhjákvæmilega að nálgast
fremur einhliða í þessari ritgerð sökum plássleysis og knapps tíma við
ritun hennar. Ritgerðin fjallar einkum um tvennt: Annars vegar þá
togstreitu sem sprettur af tilraunum til að fá skilgreiningar á lýðræði
til að passa við grunnhugtök í félagsfræði; hins vegar yfirlýsta
smættarhyggju sem virðist vera innbyggð í eitt þessara hugtaka, þ.e.
hina ríkjandi hugmynd um samfélag.
Það kann að vera gagnlegt að gefa til kynna möguleg rök sem
draga aðra hlið á þessu vandamáli fram í dagsljósið. í sem stystu máli,
þá má segja að hægt sé að sýna fram á að með því að fella hugmynd-
ina um lýðræði undir þröngt samfélagslíkan — og einnig takmarkanir
sem felast í sumum þeim sjónarhornum sem rædd eru í ritgerðinni,
þótt þau séu ekki eins augljós — er gengið út frá einfaldaðri mynd af
lýðræði sem slíku. Nánar tiltekið, þá auðveldar tilhneigingin til að
smætta lýðræði í grundvallarlögmál eða óumdeilanlega rökgerð (þessu
mætti einnig lýsa sem grunngerðar- eða einkennahugmynd um lýð-
ræði) mun umfangsmeiri aðlögun að ytri áhrifavöldum. Leitin að yfir-
gripsmiklum samnefnara getur beinst að verklagi ábyrgra stjórnvalda
rétt eins og að hugsjónum sjálfstjórnar; hún er með öðrum orðum
sameiginleg ósamrýmanlegum mynstrum „þunns lýðræðis" og „sterks
lýðræðis“.’-£’ Sameignlegur þeim er forskilningur á lýðræði sem safni
samkvæmra, yfirgripsmikilla og ótvíræðra grundvallarreglna.
14 C. Castoriadis, The Imaginary Institution of Society (Cambridge, 1987) og
Philosophy, Politics, Autonomy (Oxford, 1991); A. Toursine, 'I'he Self-Production
ofSociety (Chicago, 1977) og Tlte Voice and the Eye (Cambridge, 1981).
15 Sjá Benjamin Barber, Strong Democracy - Participatory Politics for a New Age
(Berkely, 1984)