Hugur - 01.01.1994, Síða 66

Hugur - 01.01.1994, Síða 66
64 Þorsteinn Gylfason HUGUR láðst að hafa með sér bók að lesa í lestinni, og bað mig nú að bæta úr því. En ég hafði aðeins eina bók í töskunni, The Varieties of Goodness eftir Georg Henrik von Wright, en hún var þá tiltölulega nýkomin út. Þar með sagðist ég einmitt vera með einhverja beztu bók sem ég hefði lesið um ævina, en það væri óvart siðfræði. „Ég kann Siðfrœðina utan að,“ sagði hann og átti auðvitað við Siðfrœði Níkomakkosar eftir Aristóteles. „Þessi er nú óvart finnsk en ekki grísk,“ sagði ég. Jú, Ryle hafði heyrt því fleygt að von Wright, þótt hann væri annars í fremstu röð heimspekinga, væri farinn að eiga eitthvað við siðfræði á efri árum. „Nú, sumir taka líka trú í ellinni,“ sagði hann. „Já,“ sagði ég. „Og það sem meira er: hann segist hafa skrifað bókina lil að bæta manneskjurnar." Þetta þótti Ryle nokkuð gott hjá honum. „Og úr því að þú heldur,“ bætti hann við, „að hægt sé að gera mig að betri manni er bezt ég fái bókina hjá þér.“ Hann las hana í lestinni, en sagði á eftir að ekki hefði hann merkt að hann hefði orðið að betri manni af von Wright en hann var fyrir af Aristótelesi. En þetta væri nokkuð góð bók, og kannski gæti mín kynslóð gert eitthvað úr siðfræði. Hann vildi jafnvel ekki þvertaka fyrir að mannkynið kynni að verða skömminni skárra eftir en áður. „En látt þú hana vera,“ sagði hann, „og reyndu að vinna þitt verk“. Þessu hef ég hlýtt að mestu, þangað til núna. En hætt er við að Ryle þætti ekki hátt á mér risið í þessari uppreisnartilraun gegn sér. A stúdentaóeirðaárunum sællar minningar sagði hann einu sinni: „Nú, ef krakkagreyin geta ekki andmælt manni með höfðinu, má ég þá heldur biðja um þau geri það með höndum og fótum en sitji smáflissandi í lokuðum hring, láti pípu ganga og hugsi um það eitt að slokkni ekki í henni.“ Það var alltaf að slokkna í pípunni hans. Svo kannski ég ætti að reyna að andmæla honum með höfðinu; eða öllu heldur með því að nota höfuðið til annars en þess að snúa því til annarrar áttar, að siðfræði en ekki að sálarfræði. Og raunar vill svo til að á allra síðustu mánuðum hafa sótt að mér miklar efasemdir um mannlegan vilja. Þær efasemdir eru að vísu allar í brotum, en sum þeirra brota eru raunar til þess fallin að ég grýti þeim í eina víð- frægustu kenningu Ryles, og þá sem nýtur einna mestrar hylli heim- spekinga, og jafnvel sálfræðinga líka að því er Arne Næss sagði mér á dögunum. Sú er kenning hans um viljann sem fram er sett í þriðja kafla Hugmyndarinnar um hugann. Hann segir Anthony Kenny í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.