Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 66
64
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
láðst að hafa með sér bók að lesa í lestinni, og bað mig nú að bæta úr
því. En ég hafði aðeins eina bók í töskunni, The Varieties of Goodness
eftir Georg Henrik von Wright, en hún var þá tiltölulega nýkomin út.
Þar með sagðist ég einmitt vera með einhverja beztu bók sem ég hefði
lesið um ævina, en það væri óvart siðfræði. „Ég kann Siðfrœðina utan
að,“ sagði hann og átti auðvitað við Siðfrœði Níkomakkosar eftir
Aristóteles. „Þessi er nú óvart finnsk en ekki grísk,“ sagði ég. Jú, Ryle
hafði heyrt því fleygt að von Wright, þótt hann væri annars í fremstu
röð heimspekinga, væri farinn að eiga eitthvað við siðfræði á efri
árum. „Nú, sumir taka líka trú í ellinni,“ sagði hann. „Já,“ sagði ég.
„Og það sem meira er: hann segist hafa skrifað bókina lil að bæta
manneskjurnar." Þetta þótti Ryle nokkuð gott hjá honum. „Og úr því
að þú heldur,“ bætti hann við, „að hægt sé að gera mig að betri manni
er bezt ég fái bókina hjá þér.“ Hann las hana í lestinni, en sagði á eftir
að ekki hefði hann merkt að hann hefði orðið að betri manni af von
Wright en hann var fyrir af Aristótelesi. En þetta væri nokkuð góð
bók, og kannski gæti mín kynslóð gert eitthvað úr siðfræði. Hann vildi
jafnvel ekki þvertaka fyrir að mannkynið kynni að verða skömminni
skárra eftir en áður. „En látt þú hana vera,“ sagði hann, „og reyndu að
vinna þitt verk“.
Þessu hef ég hlýtt að mestu, þangað til núna. En hætt er við að Ryle
þætti ekki hátt á mér risið í þessari uppreisnartilraun gegn sér. A
stúdentaóeirðaárunum sællar minningar sagði hann einu sinni: „Nú, ef
krakkagreyin geta ekki andmælt manni með höfðinu, má ég þá heldur
biðja um þau geri það með höndum og fótum en sitji smáflissandi í
lokuðum hring, láti pípu ganga og hugsi um það eitt að slokkni ekki í
henni.“ Það var alltaf að slokkna í pípunni hans.
Svo kannski ég ætti að reyna að andmæla honum með höfðinu; eða
öllu heldur með því að nota höfuðið til annars en þess að snúa því til
annarrar áttar, að siðfræði en ekki að sálarfræði. Og raunar vill svo til
að á allra síðustu mánuðum hafa sótt að mér miklar efasemdir um
mannlegan vilja. Þær efasemdir eru að vísu allar í brotum, en sum
þeirra brota eru raunar til þess fallin að ég grýti þeim í eina víð-
frægustu kenningu Ryles, og þá sem nýtur einna mestrar hylli heim-
spekinga, og jafnvel sálfræðinga líka að því er Arne Næss sagði mér á
dögunum. Sú er kenning hans um viljann sem fram er sett í þriðja
kafla Hugmyndarinnar um hugann. Hann segir Anthony Kenny í