Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 67

Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 67
HUGUR Að gera eða að vera 65 nýjustu bók sinni, Vilja, frelsi og mœtti, að sé einn máttugasti kafli þeirrar góðu bókar.2 I fæstum orðum er kenningin sú að í sálarlífi manna — og erum við ekki menn? — sé ekkert til sem heitið geti „vilji“. Viljahugtakið sé hugarburður heimspekinga sem sé frábrugðinn sumum öðrum heilköstum þeirra í því að hann sé öldungis óréttlætanlegur. „Röfun (eða jónun) og rangstaða (í fótbolta) eru tæknileg hugtök sem eru bæði réttmæt og nytsamleg. Ylefni og lífsandar voru tæknilcg hugtök sem nú eru einskis nýt. í þessum kafla mun ég sýna fram á að vilja- hugtakið eigi heima með hinum síðarnefndu."3 Þessari yfirlýsingu fylgja tuttugu síður af rökum sem eru ámóta hnilmiðuð og þau eru hugvitssamleg. Þessi rök hef ég ekki tíma til að rekja hér og nú. En þeim sem hug hafa á að kynna sér þennan kafla má benda á að lesa með honum einhver rit þeirra höfunda sem Ryle er að ráðast gegn, til að mynda kaflann „Viljakenningar" í Almennri sálarfrœði eftir Ágúst H. Bjarnason, þar sem Ágúst reynir að útlista hvað vilji sé. En hann trúir því að „viljinn sé sérstök sálareigind" og styður þessa trú því sem hann kallar rök: „Viljinn er yfirleitt fólginn í athygli og starfsemi sem kemur innan að og stefnir út á við og lýsir sé í ýmiskonar andæfingum gegn utan að komandi áhrifum. En þetta sýnir, að viljinn hel'ir alveg sérstaka afstöðu í sálarlífi voru.“4 Vanvit af þessu tæi dugar fyllilega til að gera árásir Ryles á viljann meira en réttlætanlegar. En þar fyrir ekki endilega réttar. Að minnsta kosti vildi ég mega freista andófs. Þá vita menn að ég þykist hafa eitthvað að segja um viljann. En líka um siðferði. Hið síðarnefnda var raunar gefið til kynna í auglýsingu þessa fundar þar sem spurt var í undirfyrirsögn þessa erindis hvort stjórnmál skyldu hljóta að vera siðlaus. Því þótt lesendum auglýsingarinnar hafi áreiðanlega ekki flogið siðferði í hug þegar orðið „stjórnmál" varð fyrir þeim, þá hljóta þeir að fallast á að siðleysi komi siðferði svolítið við. Og kannski ég hefji nú meginmál mitt á því að reyna að gera mönnum ljósa þá hugsun sem í spurningu minni er fólgin. 2 Gilbert Ryle, The Concept of Mind (London, 1949), s. 62-82; Anthony Kenny, Will, Freedom and Power (Oxford, 1975), s. 13. 3 Gilbert Ryle, The Concept of Mind, s. 62. 4 Ágúst H. Bjarnason, Almenn sálarfrceði (Reykjavík, 1916), s. 302.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.