Hugur - 01.01.1994, Page 68

Hugur - 01.01.1994, Page 68
66 Þorsteinn Gylfason HUGUR U Stjórnmál og nytjastefna Hvað eru stjórnmál? Þvi' ætla ég ekki að reyna að svara skipulega, en láta tvær heldur hversdagslegar athugasemdir duga. „Stjórnmál" eða „pólitfk" virðast við fyrstu sýn vera orð sem skilin eru ákaflega víðum og óljósum skilningi. Fyrir vikið verða ýmsar staðhæfingar eða yfir- lýsingar þar sem þessum orðum er beitt allt að því óskiljanlegar, eins og til dæmis þegar reynt er að telja okkur trú um að „allt sé pólitík", en það vígorð hefur eins og menn vita notið nokkurra vinsælda á síðustu árum. Hvað um það. I þessari víðu merkingu orðsins eru efna- hagsmál og atvinnumál mikilvægustu þættir íslenzkra stjórnmála, og raunar stjórnmála samtímans um víða veröld: sú staðreynd er eitt af ótalmörgu til marks um síaukin ílök ríkisvaldsins í rekstri hvers þjóðfélags. En þegar að er gáð munu menn væntanlega geta fallizt á að þessi víði skilningur orðsins „stjórnmál" sé villandi og jafnvel rangur: að orðið sé raunar annað en samnafn efnahagsmála, skóla- mála, orkumála, heilbrigðismála og þar fram eftir götunum. Stjórnmál eru öðru fremur þau mál, virðist nær að segja, sem snúast um stjórn — yfirstjórn — hinna einstöku málaflokka. Og þegar þetta er sagt er ekki verið að leggja óhæfilegan bókstafsskilning í orðið „stjórnmál“. Við gerum til dæmis sómasamlega glöggan greinarmun á hagstjórnar- málefnum, á borð við gengisskráningu og ákvörðun bankavaxta, og öðrum efnahagsmálum svo sem rekstri heimilis eða fyrirtækis; og það eru hagstjórnarmálefnin sem þrefað er um í þjóðmálabaráttunni. Þvílíkur greinarmunur gefur okkur undir fótinn um að halda því fram að frumhugtak hvers konar stjórnmála sé einmitt hugtakið stjórn: svo að íslenzka orðið „stjórnmáP* er viturlegt orð; svo viturlegt að áhuga- menn um stjórnmál nota það helzt ekki, heldur tala um „pólitík“. Stjórnarhugtakinu eru önnur tengd: vald, lög, réttur. Og enn önnur fjarskyldari: til að mynda er frelsishugtakið einatt skilgreint með tilvísun til valds eða valdbeitingar. Ég hef nú reynt að þrengja skilning orðsins „stjórnmál". Síðari athugasemd mín um orðið miðar að því að víkka hann aftur. Okkur Islendingum er tamast að binda orðið „stjórnmál" (eða „pólitik") við það sem við eigum líka til að kalla „landsmál“ eða „þjóðmál". Þetta hygg ég sé óheppileg orðanotkun. Við erum stödd í háskóla á þessari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.