Hugur - 01.01.1994, Síða 68
66
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
U
Stjórnmál og nytjastefna
Hvað eru stjórnmál? Þvi' ætla ég ekki að reyna að svara skipulega, en
láta tvær heldur hversdagslegar athugasemdir duga. „Stjórnmál" eða
„pólitfk" virðast við fyrstu sýn vera orð sem skilin eru ákaflega víðum
og óljósum skilningi. Fyrir vikið verða ýmsar staðhæfingar eða yfir-
lýsingar þar sem þessum orðum er beitt allt að því óskiljanlegar, eins
og til dæmis þegar reynt er að telja okkur trú um að „allt sé pólitík",
en það vígorð hefur eins og menn vita notið nokkurra vinsælda á
síðustu árum. Hvað um það. I þessari víðu merkingu orðsins eru efna-
hagsmál og atvinnumál mikilvægustu þættir íslenzkra stjórnmála, og
raunar stjórnmála samtímans um víða veröld: sú staðreynd er eitt af
ótalmörgu til marks um síaukin ílök ríkisvaldsins í rekstri hvers
þjóðfélags. En þegar að er gáð munu menn væntanlega geta fallizt á
að þessi víði skilningur orðsins „stjórnmál" sé villandi og jafnvel
rangur: að orðið sé raunar annað en samnafn efnahagsmála, skóla-
mála, orkumála, heilbrigðismála og þar fram eftir götunum. Stjórnmál
eru öðru fremur þau mál, virðist nær að segja, sem snúast um stjórn —
yfirstjórn — hinna einstöku málaflokka. Og þegar þetta er sagt er ekki
verið að leggja óhæfilegan bókstafsskilning í orðið „stjórnmál“. Við
gerum til dæmis sómasamlega glöggan greinarmun á hagstjórnar-
málefnum, á borð við gengisskráningu og ákvörðun bankavaxta, og
öðrum efnahagsmálum svo sem rekstri heimilis eða fyrirtækis; og það
eru hagstjórnarmálefnin sem þrefað er um í þjóðmálabaráttunni.
Þvílíkur greinarmunur gefur okkur undir fótinn um að halda því fram
að frumhugtak hvers konar stjórnmála sé einmitt hugtakið stjórn: svo
að íslenzka orðið „stjórnmáP* er viturlegt orð; svo viturlegt að áhuga-
menn um stjórnmál nota það helzt ekki, heldur tala um „pólitík“.
Stjórnarhugtakinu eru önnur tengd: vald, lög, réttur. Og enn önnur
fjarskyldari: til að mynda er frelsishugtakið einatt skilgreint með
tilvísun til valds eða valdbeitingar.
Ég hef nú reynt að þrengja skilning orðsins „stjórnmál". Síðari
athugasemd mín um orðið miðar að því að víkka hann aftur. Okkur
Islendingum er tamast að binda orðið „stjórnmál" (eða „pólitik") við
það sem við eigum líka til að kalla „landsmál“ eða „þjóðmál". Þetta
hygg ég sé óheppileg orðanotkun. Við erum stödd í háskóla á þessari