Hugur - 01.01.1994, Page 72
70
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
m
Tvíhyggja, reglingur og markhyggja
Nytjastefna sú sem hér er til umræðu er eitt marghöfðað villudýr, eins
og Þorleifur Halldórsson kveður að orði í Lofi lyginnar um alþýðu
manna. En hér mun ég láta duga að líta á þennan vísdóm sem þríhöfða
þurs, og reyna að erta hann ofurlítið því ég þori ekki að vona að mér
lánist að hálshöggva hann og það þrisvar. Eg þarf naumast annað en
að lýsa mjög lauslega hausum hans til að hver maður kannist við þá,
og við það að þeir gapi við sér, nei gíni yfir sér, í nútímalegum
viðhorfum hvers upplýsts manns.
Hinn fyrsti flytur kenninguna um algeran eðlismun staðreynda og
verðmæta. Þá kenningu skýrir Gylfi Þ. Gíslason svo að „mæla megi
fjarlægðina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hins vegar sé ókleift að
mæla eða sannreyna, hvort fegurra sé í Reykjavík eða á Akureyri.
Þess vegna sé staðhæfing um fegurð staða hvorki sönn né ósönn og
þar með ekki vísindalegt viðfangsefni. Hún sé fræðilega merkingar-
laus.“ Og hann heldur áfram: „ Þjóðfélagsfræðingar hafa að vísu ekki
haldið því fram, að gildisdómar um þjóðfélagsmál, til dæmis sá, að
jafna eigi tekjuskiptingu, séu þýðingarlausir, heldur aðeins, að þeir
séu merkingarlausir í þeim skilningi, að þeir verði hvorki sannaðir né
afsannaðir. Dómurinn geti hins vegar verið hinn mikilvægasti frá
öðrum sjónarmiðum. En þessi sjónarmið eigi ekkert skylt við vísinda-
sjónarmið, þau séu tilfinningamál fremur en niðurstöður vísindalegrar
hugsunar. “ Og síðar í sama riti, Þáttum úr rekstrarhagfrœði, skýrir
hann mál sitt frekar með því að gera greinarmun tvenns konar
staðhæfinga: „Staðreyndastaðhœfingar varða það, sem er, og stefnu -
staðhœfingar hitt, sem œtti að vera. Staðreyndastaðhæfingar geta
verið einfaldar eða margbrotnar, en þær fjalla ávallt um það, sem er.
Ágreining um staðreyndastaðhæfingar á því að vera hægt að jafna
með athugun staðreynda ... Ágreiningur um stefnustaðhæfingar verður
ekki jafnaður með athugun á staðreyndum."^ Þetta er nógu
skilmerkilegt. Og hið sama stendur skrifað í flestum inngangsköflum
flestra kennslubóka í hverri fræðigrein: í kennslubókum í efnafræði og
7 Gylfi Þ. Gíslason, Þœttir úr rekstrarliagfrœði, 1 (Reykjavík, 1975), s. 5 og
11.