Hugur - 01.01.1994, Page 78

Hugur - 01.01.1994, Page 78
76 Þorsteinn Gylfason HUGUR fyrirtæki — sé þessi siðfræði skelfíng óraunhæf. Því hver hefur tóm til þess, og vit og þekkingu, þegar að því kemur að taka alvarlega ákvörðun, að reikna út allar afleiðingar hinna ólíku kosta og velja síðan þann sem mest ánægja er að á alla kanta? En ég vildi, eins og prófessor Bernard Williams,19 mega ganga mun lengra en þessir andmælendur og halda þvf fram að athafnasiðfræðin sé sjálfri sér ósamkvæm: á endanum sé hún helber hugsunarvilla. Ástæðan til þessa er ofureinföld. Nytjastefnumaður hlýtur ævinlega að telja rétt að velja skásta kostinn af mörgum illum eða jafnvel andstyggilegum sem hann telur nauðsynlegan til að koma í veg fyrir hið versta sem annars gerðist við gefnar aðstæður, til að mynda einhvern ennþá viðurstyggilegri verknað sem annar er líklegur til að gerast sekur um. Ég þarf ekki að nefna mörg dæmi þessa viðhorfs úr stjórnmálum samtímans. Ráðherrar sitja í ríkisstjórn og trúa því, segja þeir, að setuliðið á Miðnesheiði sé ægilegasta ógæfa sem yfir þessa þjóð hefur dunið. En herliðið situr sem fastast og hreiðrar um sig, og hatursmenn þess í stjórnarráðinu þiggja af því greiða. Þeir réttlæta sjálfa sig með því að „eining vinstrihreyfingar" eða hvað það heitir hafi verið í voða, eða þá einhverjum andskotanum öðrum. I fæstum orðum er eitt frumhugtak allrar nytjasiðfræði hugmyndin um varnarleiki — „fyrirbyggjandi ráðstafanir,“ eins og stjórnmála- mönnum þætti ugglaust fegurra mál. Og eins er það auðvitað innbyggt í þessa siðfræði að menn beri jafna ábyrgð á því sem þeir gera og hinu sem þeir láta vera. Af þessu tvennu leiðir að líkur eru til að varnarleikir verði æ tíðari í mannfélaginu, því aðrir eiga sama rétt og ég á viðurstyggilegum varnarleikjum gegn varnarleikjum mínum gegn verkum þeirra. Og hér er það sem ósamkvæmnin kemur til sögunnar: í þjóðfélagi sífjölgandi varnarleikja var verr af stað farið en heima setið, líka frá beinhörðu nytjasjónarmiði. Ef við viljum setja varnarleikjum nytjastefnumannanna einhver mörk, þá hljótum við að æskja þess að nógu margir geri nógu mikið af því að fylgja samvizku sinni og sannfæringu, skeyta í engu um afleiðingarnar og segja ósköp einfaldlega: „Hér stend ég og get ekki 19 Bernard Williams, Morality: An lntroduction to Ethics (Harmondsworth: Penguin, 1972), s. 110-111. Sbr. ennfremur bók þeirra Williams og J.J.C. Smart, Utilitarianism: For and Against (Cambridge: Cambridge University Press, 1973).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.