Hugur - 01.01.1994, Page 79

Hugur - 01.01.1994, Page 79
HUGUR Að gera eða að vera 77 annað.“ Samfélag eintómra nytjastefnumanna, eintómra stjórnmála- manna, er siðlaust samfélag. Eina vonin um siðferði samfélagsins er sú að meðal þegna þess séu margir menn sem ekki eru stjórnmála- menn. Og nú hef ég ekki meira að segja að sinni um ánægju og athafnir, markhyggju og regling. Og er nú von menn vilji vita hvernig ég vil skilja siðferðishugtakið úr því ég held því fram að reglingur nytjastefnunnar sé ruglingur og annað ekki. Svarið vil ég sækja til Platóns og Aristótelesar. Orðið „etik“ er leitt af gríska orðinu „eþos“ sem er eitt höfuðhugtak í siðfræði Aristótelesar. En í munni Aristótelesar merkir „eþos“ ekki reglukerfi af einu né neinu tæi. Það er nánast sömu merkingar og danskt orð sem okkur Islendingum er næsta munntamt: þetta orð er „karakter", sem er af skiljanlegum ástæðum algengast í samsetning- unni „skítakarakter“. Islenzka orðið um „karakter“ er einmitt „sið- ferði“: siðferði manns en ekki gerða hans eða breytni. Og það er þessi siðferðishugmynd sem ég held að eigi að koma í stað athafna- kenningar nytjastefnumannanna. Nú vita menn hvernig það sem ég hef að segja tengist ágreiningi okkar Eyjólfs Kjalars á siðasta fundi þessa félags. Þá deildum við um það hvort óhætt væri að skilja rökræðu þeirra Sókratesar og Pólosar í Gorgíasi þcim skilningi að Sókrates væri raunar ekki að fjalla um breytni og spyrja hvort hún væri til góðs eða ills (fyrir mann sjálfan samkvæmt kenningu Eyjólfs), stórmannleg eða lítilmannleg, heldur væri hann að fjalla um siðferði í skilningi okkar Aristótelesar, um góða menn og vonda. Sókrates tengir þetta viðfangsefni sitt við annað. Á endanum vill hann vita hvort nokkur maður vilji í rauninni vera slœmur maður. Og kenning hans er — hún hefur um aldir þótt svo fráleit að hún gengur í heimspekiritum undir nafninu „þverstæða Sókratesar“ — að mannlegum vilja sé svo háttað að þetta geti enginn maður viljað. Ef hann virðist vilja það, eða telur sér trú um það sjálfur, þá er það vegna þess að hann veit ekki hvað það er að hafa vilja. Og vík ég nú máli mínu að mannlegum vilja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.