Hugur - 01.01.1994, Side 82

Hugur - 01.01.1994, Side 82
80 Þorsteinn Gylfason HUGUR x hafi (hefði) gerzt (eða ekki gerzt)“. Ég get sagt „Ég vildi að x hefði ekki gerzt“, en það er auðvitað önnur saga. Ég get ekki viljað neitl liðið, fremur en ég get iðrazt þess sem ég á eftir að segja hér í dag eða hlakkað til kvöldsins í fyrrakvöld. Svo hér er augljós munur á vilja og löngun. VII Vilji og vald Skyldi ég nú geta viljað að Vilhjálmi snúist hugur á þeim stutta tíma sem hann hefur til að hugsa áður en hann keyrir suður eftir? Ef ég segði „Mikið vildi ég hann sæi að sér!“ léti ég ósk eða löngun í ljósi, og orð mín væru óaðfinnanleg. En ef ég segði „Ég vil ekki að hann leggi þetta fyrir forsetann" þá væri ég, svo að enn sé nolað orðalag Aristótelesar, réttilega talinn fáráðlingur. Þetta gildir hins vegar ekki um suma aðra: forsetinn, forsætisráðherrann, þingflokkar stjórnarflokkanna geta allir haft vilja í þessu máli. Ef þeir menn eru fáráðlingar þá eru þeir ekki sömu fáráðlingarnir og ég væri. Og þessi hugsun gefur tilgátu undir fótinn: vilji krefst valds. Hugsum okkur íþróttamann. Hann er vinur minn, og ég óska einskis frekar en hann skori mark í landsleik í handbolta. En get ég viljað að hann skori? Segjum að eftir landsleikinn sé ágreiningur um hvort þessi vinur minn hefði átt að skjóta úr færi eða gefa boltann; og eftir leikinn vildu sumir eitt og aðrir annað: að það hefði gerzt. Þeir vildu í viðtengingarhætti. En hverjir gætu sagt í framsöguhœtti „Ég vildi (alls ekki) að hann skyti (gæfi)“? Nú, til dæmis fyrirliðinn, eða þjálfarinn sem situr utan Iínunnar og ygglir sig eða kinkar kolli eftir atvikum. Og kannski vinurinn á pöllunum geti líka sagt „Ég vildi alls ekki að hann gæfi boltann; ég æpti lika lil hans og svo vorum við einmitt að tala um þetta í gærkvöldi". Þessi vinur er þá ámælisverður fyrir þeim sem óskuðu annars. Við virðumst geta sagt: allur vilji snýst um það sem er á okkar valdi. Hins vegar getur okkur langað til þess sem við ráðum engu um; eins og Aristóteles segir getum við jafnvel óskað þess sem er öldungis óhugsandi, til að mynda ódauðleika.22 22 Aristóteles, Ethica Nicomachea, III, 1111 ^22-23.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.