Hugur - 01.01.1994, Síða 84
82
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
hugtak, staðhæfingar um máttarvald staðreyndastaðhæfingar sem
Gylíi Þ. Gíslason kallar.
Nú má vel vera að þessi kenning sé góð og gild skilagrein um
krafta í vélgengum kerfum eins og þeim sem lýst er í sígildri
eðlisfræði, þótl satt að segja stórefist ég um það. En hún er
áreiðanlega fráleit kenning um máttarvald í mannlegu samfélagi.
Segjum að mér sé svo í nöp við mann að ég hliðri mér hjá að verða á
vegi hans og leggi lykkju á leið mfna þegar ég sé hann koma á móti
mér á götu. Hér höfum við skýrt dæmi þess að maður valdi
breytingum á háttum mínum: breytingarnar hefðu ekki orðið án hans.
Með þessu er auðvitað ekki sagt að hann hafi vald yfir mér í neinum
eiginlegum skilningi, fremur en til dæmis ófæra sem veldur því að ég
legg lykkju á leið mína hefur vald yfir mér. Eða tökum dæmi þess að
maður valdi því með sambærilegum hætti að heilt samfélag breytir
háttum sfnum. Segjum að hann hverfi sporlaust: hann hefur svikið fé
út úr fjölda fólks og er nú seztur að í Góðviðru, Jóhannesarborg eða
sumarbústað við Svartahaf. Stór hópur manna sem annars hefðu setið
við sjónvarp rásar um fjöll og firnindi að leita hans, lögreglumenn
flykkjast á miðilsfundi í stað þess að spígspora um göturnar, hver
einasti maður talar um mannshvarfið en hefði annars talað um
óstjórnina og dýrtíðina. Er hinn horfni valdamesti maður
samfélagsins, kóngur um stund? Alla vega ekki ef marka má dæmin
sem Dahl tekur af valdamiklum mönnum. Og ef Dahl tæki
sambærileg dæmi máttarvalds við mannshvarfsdæmið þá hlyti hann
líka að eigna eldgosum og snjóflóðum vald yfir okkur því slíkar
hamfarir hafa margar sambærilegar alleiðingar við afleiðingar
mannshvarfsins.
Það sem nú er sagt virðist við fyrstu sýn hníga að þeirri niðurstöðu
eins gagnrýnanda Dahls, Stanleys Benn, að ófrávíkjanlegt skilyrði
þess að um vald manns yfir öðrum geti verið að ræða sé ásetningur
þess sem valdið hefur.25 Eldgos og snjóflóð verða ekki af ásetningi,
og þar með eru hvers konar áhrif þeirra ekki til marks um vald. En
þetta dugar ekki. Þótt vera megi að ásetningur sé nauðsynlegt skilyrði
máttarvalds þá hrekkur hann einn bersýnilega skammt: til að mynda
virðist það engu breyta um vald horfins manns yfir öðrum mönnum að
25 S.I. Benn, „Power,“ í Encyclopedia of Philosophy, VI, 426.