Hugur - 01.01.1994, Side 88
86
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
hver sem hún er. Þrátt fyrir þetta þurfa því ekki að vera nein mannleg
takmörk sett hvað breyskur maður getur verið slunginn þegar á reynir.
Lítum nú í Vltu bók Siðfrœöinnar. Þar rökræðir Aristóteles skyn-
samlegar dygðir sem hann kallar svo til aðgreiningar frá siðferðilegum
dygðum, og þá auðvitað siðferðilegum í skilningi hans — og mínum
— á siðferðishugtakinu. í þessari rökræðu skiptir hann skynseminni í
tvennt, í bókvit og mannvit, bóklega og verklega skynsemi. Hann
gerir nánari grein fyrir þessu og segir:
En kostir hverrar sálargáfu eru skyldir því sérstaka verki sem hún
vinnur. Nú eru þrjú öfl í sálinni sem öll breytni manna og san.nleiksleit
lýtur: þau eru skynjun, skynsemi og löngun.
Af þessum þremur á skynjunin aldrei upptök að breytni, eins og ráða
má af þvf að dýr skynja umheim sinn, en breyta ekki (þau bara bregðast
við).
Með skynseminni játum við og neitum. Þar sem um löngun okkar er
að ræða samsvarar þessu tvennu lyst og ólyst. Og af þessu má draga
ályktun. Að svo miklu leyti sem siðferðileg dygð okkar er lineigð
hugans til vals, og val er yfirveguð löngun, þá leiðir af þvf að ef valið á
að verða gott, þá verður reglan (sem valið er eftir) að vera sönn og
löngunin rétt. Og löngunin hlýtur að beinast að því sama og reglan
kveður á um. Hér erum við að tala um verklega skynsemi, og leit okkar
að sannleikanum um hvernig breyta skuli; um bóklega skynsemi, sem
ekki fæst um að breyta á einn eða annan veg né heldur um að búa neitt
til, gegnir öðru máli: hún starfar vel ef hún finnur sannleikann, illa ef
hún finnur hann ekki. Að vísu er það hlutverk gervallrar skynseminnar
að höndla sannleikann, en hin verklega skynsemi leitar aðeins þess
sannleika sem svarar til réttrar löngunar.
Nú er ástæða til allrar breytni — orsök hennar sem hræringar en ekki
tilgangur hcnnar— val, og orsök vals er löngun og hugsun um eitthvert
markmið. Þess vegna getur ekkert val verið án skynsemi og siðferðis.
Því menn vinna hvorki góð verk né ill í breytni sinni nema með hugsun
og siðferði.
Hugsunin sjálf sem slfk hrærir engan hlut, heldur aðeins sú hugsun
sem beinist að markmiði og lýtur að breytni. Þessi er raunar orsökin til
alls sem menn búa sér til líka, því sá sem býr sér eitthvað til hefur
ævinlega eitthvert markmið með því: athafnir hans eru ekki markmið í
sjálfum sér, heldur aðeins leiðir að markmiði. Öðru máli gegnir um
breytni. Hún er markmið í sjálfri sér. Því að breyta vel er markmiðið, og
að því beinist löngun manns. Af þessum sökum má kalla val hvort