Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 88

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 88
86 Þorsteinn Gylfason HUGUR hver sem hún er. Þrátt fyrir þetta þurfa því ekki að vera nein mannleg takmörk sett hvað breyskur maður getur verið slunginn þegar á reynir. Lítum nú í Vltu bók Siðfrœöinnar. Þar rökræðir Aristóteles skyn- samlegar dygðir sem hann kallar svo til aðgreiningar frá siðferðilegum dygðum, og þá auðvitað siðferðilegum í skilningi hans — og mínum — á siðferðishugtakinu. í þessari rökræðu skiptir hann skynseminni í tvennt, í bókvit og mannvit, bóklega og verklega skynsemi. Hann gerir nánari grein fyrir þessu og segir: En kostir hverrar sálargáfu eru skyldir því sérstaka verki sem hún vinnur. Nú eru þrjú öfl í sálinni sem öll breytni manna og san.nleiksleit lýtur: þau eru skynjun, skynsemi og löngun. Af þessum þremur á skynjunin aldrei upptök að breytni, eins og ráða má af þvf að dýr skynja umheim sinn, en breyta ekki (þau bara bregðast við). Með skynseminni játum við og neitum. Þar sem um löngun okkar er að ræða samsvarar þessu tvennu lyst og ólyst. Og af þessu má draga ályktun. Að svo miklu leyti sem siðferðileg dygð okkar er lineigð hugans til vals, og val er yfirveguð löngun, þá leiðir af þvf að ef valið á að verða gott, þá verður reglan (sem valið er eftir) að vera sönn og löngunin rétt. Og löngunin hlýtur að beinast að því sama og reglan kveður á um. Hér erum við að tala um verklega skynsemi, og leit okkar að sannleikanum um hvernig breyta skuli; um bóklega skynsemi, sem ekki fæst um að breyta á einn eða annan veg né heldur um að búa neitt til, gegnir öðru máli: hún starfar vel ef hún finnur sannleikann, illa ef hún finnur hann ekki. Að vísu er það hlutverk gervallrar skynseminnar að höndla sannleikann, en hin verklega skynsemi leitar aðeins þess sannleika sem svarar til réttrar löngunar. Nú er ástæða til allrar breytni — orsök hennar sem hræringar en ekki tilgangur hcnnar— val, og orsök vals er löngun og hugsun um eitthvert markmið. Þess vegna getur ekkert val verið án skynsemi og siðferðis. Því menn vinna hvorki góð verk né ill í breytni sinni nema með hugsun og siðferði. Hugsunin sjálf sem slfk hrærir engan hlut, heldur aðeins sú hugsun sem beinist að markmiði og lýtur að breytni. Þessi er raunar orsökin til alls sem menn búa sér til líka, því sá sem býr sér eitthvað til hefur ævinlega eitthvert markmið með því: athafnir hans eru ekki markmið í sjálfum sér, heldur aðeins leiðir að markmiði. Öðru máli gegnir um breytni. Hún er markmið í sjálfri sér. Því að breyta vel er markmiðið, og að því beinist löngun manns. Af þessum sökum má kalla val hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.