Hugur - 01.01.1994, Side 91
HUGUR
Að gera eða að vera
89
Eftirmáli 1994
Eg hafði steingleymt þessum lestri frá 1977 þegar Ágúst Hjörtur
Ingþórsson gróf hann upp úr skjalasafni Félags áhugamanna um
heimspeki. Ég varð hissa á mörgu þegar ég las hann. Mest varð ég
hissa á því sem þar stendur undir lokin um breyskleika. Ég hafði talið
mér trú um að ég hel'ði fyrst hugsað um breyskleika af alvöru í
Berkeley árið 1982 í félagsskap við Donald Davidson.
En ég gat ekkert séð á móti því að lesturinn væri birtur, sem lítil
heimild um liðna tíð, með hæfilegum viðvörunum. Helzta viðvörunin
er sú að hann var saminn til flutnings en ekki til birtingar, og þar á
ofan til flutnings á samkomu þar sem langar umræður yrðu á eftir og
mörg tækifæri gæfust til að bæta málflutninginn ekki síður en til að
kyngja eða svara andmælum. Þetta bið ég góðfúsan lesara að hafa í
huga. Ég hef ekki breytt öðru en smávægilegu villandi orðalagi á
stöku stað.
Helzti málstaður minn í þessum lestri átti sér ekkert nafn svo ég
vissi árið 1977. Nú á hann sér nafn meðal siðfræðinga og heitir
dygðafræði (virtue ethics, virtue theory). Helztu frumkvöðlar dygða-
fræðinnar á okkar tímum eru þær G.E.M. Anscombe og Philippa Foot,
en Alasdair Maclntyre mun hafa stuðlað mest að útbreiðslu hennar í
veröldinni með bók sinni After Virtue. Hefði nafnið "dygðafræði"
verið komið til sögunnar hefði eflaust farið miklu meira fyrir
hugmyndunum um dygðir og lesti en raun er á í lestrinum. En þessar
hugmyndir má meðal annars nota, að ég held, til að bregða ljósi á
viljahugtakið með ýmsu móti.
Andóf mitt við bæði nytjastefnu og siðfræði Kants, við markhyggju
og siðfræðilegri tvíhyggju, er allt í anda dygðafræðinnar. Sum and-
mælin virðast mér góð og gild enn í dag, til dæmis þau sem ég hef
eltir Bernard Williams um varnarleiki, en öðrum finnst mér ábótavant.
Til dæmis eru ýmis göt í hugleiðingu minni um markmið, ánægju og
vinnu. Þó er ég viss um að meginniðurstaðan — sú að greinarmunur
tækis og tilgangs eigi ekki við um margar mikilsverðar athafnir — er
bæði rétt og mikilvæg.
í „Að gera og að vera“ er það einkum eitt sem er frá mér sjálfum
komið, og það er tilraun mín til að ná einhverjum tökum á hugmynd-
inni um vilja. Um þetta efni hugsaði ég mikið um skeið, hélt um það