Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 105
HUGUR
Meinbugur á rökleiðslu
103
þýðir að orsakir hafa afleiðingar sínar „oftast nær“ vegna þess að
eitthvað getur komið í veg fyrir að A hafi afleiðinguna B við hin
nauðsynlegu skilyrði. En hvað gæti komið í veg fyrir að orsök hafi
afleiðingu? Aristóteles svarar því til, eins og ég skil hann, að það séu
alls konar atvik. Og hvaða atvik það eru verður ekki tilgreint í eitt
skipti fyrir öll. Við getum talið upp margvíslegar trullanir á orsaka-
samböndum. En sá listi verður aldrei tæmandi.18
En ef svo er þá virðist mér að greiningin á orsakaralhæfingum sem
líkindadómum verði að vfkja. Því ef fjöldi og tegundir truflandi orsaka
er hvorttveggja takmarkalaust, þá hafa B ekkert fast eða ákveðið
líkindasamband við A. Satt að segja leyfa þau almennu sannindi að A
valdi B okkur ekki einu sinni að segja að A valdi B oftar en ekki, eða í
meirihluta tilfella. Segjum að það sé satt að eitrið arfaúði drepi
illgresi. En það kann vel að koma í ljós að flest illgresi sem úðað er
með arfaúða drepist ekki. En þar sem arfaúði drepur nú einu sinni ill-
gresi, mundu margir fræðimenn halda því fram að í þeim tilfellum þar
sem illgresið lifir af úðunina af sé að verki einhver fyrirstaða sem er
ekki fyrir hendi þar sem illgresið deyr af eitrinu.19 Ef orsök er veik —
18 Þessa kennisetningu má skilja á tvo vegu. Ef við skiljum hana þekkingar-
frœiHlegum skilningi segir hún að við getum aldrei verið viss uin að gefin upptaln-
ing á truflandi orsökum sé tæmandi. Ef við skiljum hana verufra’ðilegum skilningi
segir hún að almcnnt talað (en kannski ekki í hverju einstöku tilfelli) sé enginn
endir á orsökum sem geti komið í veg fyrir að A valdi B. Mér virðist síðari
skilningurinn fela hinn fyrri í sér, en ekki öfugt. I þessari ritgerð kýs ég að skilja
setninguna verufræðilega skilningnum. Þetta er í samræmi við skilning minn á
Aristótelesi. Þó efast ég um að sýna megi fram á það með öruggu móti, á grund-
velli varðveittra rita hans, hvom skilninginn hann lagði sjálfur í kcnnisetninguna.
19 En þetta mundu ekki allir segja. Skammtafræðin, að minnsta kosti í þcirri mynd
sem Kaupmannahafnarskólinn léði henni, hcfur haft nokkur áhrif á orsaka-
kenningar heimspekinga á þessari öld. Eftir kenningu Kaupmannahafnarskólans
gildir gœfumunarlögmálið, eins og við getum kallað það hér, ekki almennt um
skammtafyrirbæri. En þetta lögmál hefur lengi verið talið lýsa einum eðlisþætti
orsakasambandsins. G.E.M. Anscombe lýsir gæfumunarlögmálinu á þessa leið: „Ef
atburður hefur afleiðingu í einu tilfelli, en áþekk afleiðing á sér ekki í stað t' öðru
áþekku tilfelli, þá hlýtur að vera einhver munur á tilfellunum sem gerir gæfu-
muninn." Causality and Determination, (Cambridge: Cambridge University Press,
1971), s. 1 (sbr. tilvitnunina í Hume í næstu málsgrein minni í meginmáli.) Eitt af
því sem leiðir af Kaupmannahafnarkenningunni er að af tveimur frumeindum sama
geislavirka efnis geti önnur sundrazt á stundinni 11 og önnur 10.000 árum síðar án
þess að neitt haft gert gæfumuninn á þeim eða aðstæðum þeirra á t ] (Þessu atriði
átti Einstein erfitt með að kyngja, og hann rökræddi það við Bohr í áratugi).
Anscombe færir rök að orsakakenningu — sem er ekki bundin við skammta-