Hugur - 01.01.1994, Side 106
104
Mikael M. Karlsson
HUGUR
það er að segja auðveldlega buguð af fyrirstöðu truflandi orsaka — þá
getur vel farið svo að náttúrleg afleiðing hennar sé ekki tölfræðilega
trúlegasta afleiðingin.
Jafnvel Hume fcllst á að líkindaþáttinn í orsakaralhæfingum
(„oftast nær“) beri að greina með tilvísun til fyrirstöðu truflandi
orsaka, þó svo að það stangist á við þá skoðun hans að orsakar-
alhæfingar séu lfkindadómar, ef ég hef á réttu að standa. Hann segir:
,,[Þ]egar einhver orsök hefur ekki hina venjulegu afleiðingu, þá kenna
heimspekingar ekki neinni óreglu í náttúrunni um, heldur ganga þeir
að þvf vísu að einhverjar huldar orsakir, í byggingu heildarinnar úr
hlutum sínum, hafi komið í veg fyrir framgang afleiðingarinnar."20
Það má verja líkindagreininguna á almennum sannindum eins og
„ópíum svæfir" lengi og vel. Samt virðist mér sannfæringarmáltur
greiningarinnar með tilvísun til truflandi orsaka vera meiri. Og þessi
greining blæs nýju lífi í kostinn á því að bera saman alhæfar forskriftir
annars vegar og hins vegar alhæfingar eins og „kjúklingar hafa
heiminn — þar sem gæfumunarlögmálið er ekki algilt. En hún telur þetta lögmál
sprottið af þeirri hugmynd að orsakasambandið sé nauðsynlegt samband.
Anscombe gefur ágæta lýsingu á ferli gæfumunarlögmálsins í eðlisfræði og heim-
speki. Nancy Cartwright hefur líka Iátið í Ijósi efasemdir um gæfumunarlögmálið,
en að mér virðist með dálítið öðrum rökum en Anscombe. Hún segir um
„alhæfingarsinna" (covering-law theorists) að „þeim hætti til að halda að náttúran
sé reglubundin, og þegar lengst er gengið að til sé lögmál sem nái yfir alla hluti.
Þetta held ég ekki... Það sem gerist við flestar aðstæður hlítir ekki ncinu lögmáli...
Kannski samdi Guð aðeins fáein lögmál og þrcyttist svo. Við vitum ekki hvort við
búum við röð og reglu í heiminum eða ekki. En hvernig sem heimurinn okkar er,
þú ... ætti að vera vit í því að gefa orsakaskýringar á því sem fram fer.“
(Cartwright, How llie Laws of Physics Lie, s. 49.) Cartwright tekur „hversdagslegt
dæmi“. „I fyrra gróðursetti ég kamelíur í garðinum mínum. Ég veit að kamelíur
kjósa gjöfulan jarðveg svo að ég gróðursetti þær með húsdýraáburði. En
áburðurinn var enn í heitara lagi, og ég veit líka að kameliurætur þola ekki mikinn
hita... Þegar margar af kamelíunum visnuðu upp, þrátt fyrir óðaftnnanlega
umönnun, vissi ég hvað að var ... Ég gróðursetti þær í heitum jarðvegi ... [En það]
er ekkert lögmál til sem segir að kamelíur eins og mínar, gróðursettar í gjöfulum og
heitum jarðvegi, deyi og aðrar dafni. Ég vil ekki neita því að það kunni að vera til
slíkt alhæft lögmál. [En] ... kostir okkar á því að gefa slfka hversdagslega skýringu
eru upprunalegri en vitneskjan um þetta lögmúl." (Sama ril, s. 51-52.) Þó að ég
fylgi ekki Anscombe og Cartwright að öllu leyti, þá deili ég með þeim hinu
almenna viðhorfi þeirra til orsakasambandsins. Um þessi efni fjalla ég í öðrum
ritgerðum.
20 Enquiry Concernin); Human Underslanding, §47, s. 58 (sbr. íslenska útgáfu, s.
128).