Hugur - 01.01.1994, Síða 107
HUGUR
Meinbugur á rökleiðslu
105
vængi“ og „tröllasúra hreinsar“: alhæf regla getur talizt eiga við um
öll tilfelli sem falla undir hana nema það sé eitthvað sem mælir á móti
því.
Hugmyndin sem býr að baki bæði alhæfingargreiningunni og
líkindagreiningunni á almcnnum sannindum er að hvor greiningin um
sig veitir okkur ágrip af yfirliti um fjölda þeirra tilfella sem falla undir
almennu sannindin.21 Að baki fyrirstöðugreiningunni býr allt önnur
hugmynd. Samkvæmt henni vísa alntenn sannindi — ýmist beint eða
óbeint — til orsakarinnar eða sigurverksins sem ábyrgðina ber á því
að röð af tilfellum hefur orðið að veruleika. Hér er vísað til lögmála
sem skýra það sem fram fer.
Þetta er nokkuð ljóst þegar almennu sannindin eru orsakadómar,
eins og þegar við segjum að tröllasúra hreinsi, ópíum svæfi eða að
hreyfing dauðra hluta stafi af höggi og þunga. Hér er okkur sagt
hvernig skýra megi röð af tilfellum þar sem meltingarfærin tæmast,
mann syfjar eða hann sofnar, eða dauður hlutur hreyfist. Það er ef til
vill ekki eins ljóst að hið sama megi segja urn almenn sannindi eins og
„kjúklingar hafa vængi“. Það er að vísu rétt að alhæfingu af þessu tagi
er stundum ekki ætlað annað en að vera skýrsla uin flokk tilfella. En
þá er erfitt að telja hana vera sannindi. A hinn bóginn má telja hana
vera lýsingu á einkenni á kjúklingum — eiginleika sem tengist því
hvað það er að vera kjúklingur. Þetta einkenni er ekki hluti af skil-
greiningunni á kjúklingi, því að óvængjaður fuglsungi getur verið
kjúklingur. Alhæfingin segir okkur þá hvers megi vœnta af kjúklingi.
Og hvers vegna má vænta slíkra einkenna? Vegna þess að það er
eitthvað í kjúklingum — í eðli þeirra, getum við sagt þótt við segjum
hér ekkert um hvert þetta eðli er — sem býr til vængi. En að vísu bara
oftast nær, ef engar trullanir koma til.
Það var Aristóteles, að ég bezt veit, sem fyrstur manna tók eftir
einkennunum á almennum sannindum af þessu tagi, og kannaðist við
mikilvægi þeirra. Samt gerir hann enga skipulega grein fyrir þeim. En
frá okkar sjónarmiði er það fróðlegt að hann taldi þau eiga heima bæði
í náttúrufræði og siðfræði.22 Bandaríski vísindaheimspekingurinn
21 Eins og alhæfingamar sem Toulmin telur til „náttúrusögu" (sjá neðanmálsgrein 9).
22 Staðreyndin er sú, að þótt við höfum áður lagt áherslu á orsakalögmál sem eiga við
„oftast nær“ (epi to polu ), þá eru flest dæmi Aristótelesar af sviði hins hagnýta, svo
sem lista siðferðis og stjómmála: hagnýt lögmál einkennast af þessu, er það sem