Hugur - 01.01.1994, Page 111
HUGUR
Meinbugur á rökleiðslu
109
talin eiga við um alhæfar og sérhæfar forskriftir.27 En samkvæmt því
sem hér hefur verið sagt um venjustaðhæfingar, sýna þeir að við
getum skýrt brestinn á afleiðslusambandinu án þess að neita því (1) að
venjustaðhæfingar séu staðhæfingar, (2) að þær hafi sanngildi, (3) að
til séu „venjustaðreyndir" eins og við getum kallað þær eða (4) að
venjustaðhæfingar séu viðfangsefni rökfræðinnar. Við höfum reyndar
haldið því fram að tilfellin sem falla undir venjustaðhæfingu leiði af
henni. Það gerist bara ekki með strangri afleiðslu heldur með „hálf-
gerðri afleiðslu“ eins og þeir sem kæra sig um geta komizt að orði.
Því fylgir að meinbugurinn á ströngu afleiðslusambandi er ekki
ástæða til að neita þessum fjórum staðhæfingum um venju-
staðhæfingar. Við höfum því réttlætt hliðstæðu við kenningu Kelsens
um forskriftir. En við höfum jafnframt leitt í Ijós að hún hefur ekki
nærri þvf jafnmikla þýðingu og margir hafa haldið.
Þessa niðurstöðu kynni að mega yfirfæra á sambandið milli alhæfra
og sérhæfra forskrifta. Af því mundi leiða að meinbugir á strangri
afleiðslu frá alhæfum forskriftum til sérhæfra er ekki, út affyrir sig,
ástæða til að neita hliðstæðu staðhæfinganna fjögurra um forskriftir.
Og þetta var það sem ég hugðist sýna l'ram á.
VII
Það virðist lítil hætta á því að þau sjónarmið sem ég hef nú sett fram
hrynji saman undan eigin þunga, eða falli um koll fyrir einhverja innri
bresti. En að sjálfsögðu geta menn andæft sjónarmiðum mínum með
margvislegu móti. Eitt andófið gæti verið að sýna með sjálfstœðum
rökum að við verðum að neita fyrstu þremur setningunum okkar um
regludóma (og sumir mundu þá vilja ganga lengra og segja að þar
með falli fjórða setningin líka). Þessum þremur atriðum hefur
stundum verið neitað um vísindaleg lögmál, eða að minnsta kosti sum
vísindaleg lögmál, þar á meðal lögmál Snells sem ég tók dæmi af. Ég
ætla ekki að rökræða það efni hér. Ég læt mér nægja að benda á að
þetta væri óheppileg aðför að efninu fyrir fylgjendur kenninga Hans
Kelsen (í síðari ritum hans) ef þeir hygðust andæfa mér. Ástæðan er
sú að með þessu móti gerðu þeir nánast að engu muninn á vísinda-
27 Eða við gætum sagt að þessi „hliðstæða" sé kenning Kelsens sem reynist óvænt
eiga ekki aðeins við um reglur heldur regludóma yfirleitt.