Hugur - 01.01.1994, Page 111

Hugur - 01.01.1994, Page 111
HUGUR Meinbugur á rökleiðslu 109 talin eiga við um alhæfar og sérhæfar forskriftir.27 En samkvæmt því sem hér hefur verið sagt um venjustaðhæfingar, sýna þeir að við getum skýrt brestinn á afleiðslusambandinu án þess að neita því (1) að venjustaðhæfingar séu staðhæfingar, (2) að þær hafi sanngildi, (3) að til séu „venjustaðreyndir" eins og við getum kallað þær eða (4) að venjustaðhæfingar séu viðfangsefni rökfræðinnar. Við höfum reyndar haldið því fram að tilfellin sem falla undir venjustaðhæfingu leiði af henni. Það gerist bara ekki með strangri afleiðslu heldur með „hálf- gerðri afleiðslu“ eins og þeir sem kæra sig um geta komizt að orði. Því fylgir að meinbugurinn á ströngu afleiðslusambandi er ekki ástæða til að neita þessum fjórum staðhæfingum um venju- staðhæfingar. Við höfum því réttlætt hliðstæðu við kenningu Kelsens um forskriftir. En við höfum jafnframt leitt í Ijós að hún hefur ekki nærri þvf jafnmikla þýðingu og margir hafa haldið. Þessa niðurstöðu kynni að mega yfirfæra á sambandið milli alhæfra og sérhæfra forskrifta. Af því mundi leiða að meinbugir á strangri afleiðslu frá alhæfum forskriftum til sérhæfra er ekki, út affyrir sig, ástæða til að neita hliðstæðu staðhæfinganna fjögurra um forskriftir. Og þetta var það sem ég hugðist sýna l'ram á. VII Það virðist lítil hætta á því að þau sjónarmið sem ég hef nú sett fram hrynji saman undan eigin þunga, eða falli um koll fyrir einhverja innri bresti. En að sjálfsögðu geta menn andæft sjónarmiðum mínum með margvislegu móti. Eitt andófið gæti verið að sýna með sjálfstœðum rökum að við verðum að neita fyrstu þremur setningunum okkar um regludóma (og sumir mundu þá vilja ganga lengra og segja að þar með falli fjórða setningin líka). Þessum þremur atriðum hefur stundum verið neitað um vísindaleg lögmál, eða að minnsta kosti sum vísindaleg lögmál, þar á meðal lögmál Snells sem ég tók dæmi af. Ég ætla ekki að rökræða það efni hér. Ég læt mér nægja að benda á að þetta væri óheppileg aðför að efninu fyrir fylgjendur kenninga Hans Kelsen (í síðari ritum hans) ef þeir hygðust andæfa mér. Ástæðan er sú að með þessu móti gerðu þeir nánast að engu muninn á vísinda- 27 Eða við gætum sagt að þessi „hliðstæða" sé kenning Kelsens sem reynist óvænt eiga ekki aðeins við um reglur heldur regludóma yfirleitt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.